Viðskipti innlent

Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins. Svo segir í fréttatilkynningu.Þar segir að miðað sé við 40,4 krónu verð á hlut í Brimi.„Rétt er að taka fram að ÚR stefnir að því að hlutur þess af heildarhlutafé Brims hf. verði undir helmingi til frambúðar,“ segir í tilkynningu.Útgerðarfélag Reykjavíkur á nú 48,44 prósenta hlut í Brimi. Nafni HB Granda var breytt í Brim um miðjan síðasta mánuð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.