Körfubolti

Zion missir af byrjun tímabilsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zion náði ekki að klára undirbúningstímabilið með Pelicans
Zion náði ekki að klára undirbúningstímabilið með Pelicans vísir/getty
New Orleans Pelicans verður án ungstirnisins Zion Williamson í fyrstu leikjum tímabilsins í NBA deildinni.

Williamson var valinn fyrstur í nýliðavali NBA deildarinnar í sumar og var mikil spenna fyrir því að fá hann inn i deildina, en það þarf verður einhver töf á því.

Williamson er meiddur á hné og er búist við því að hann verði frá í einhverjar vikur.

Tímabilið í NBA deildinni hefst í næstu viku og byrjar New Orleans á leik við Toronto Raptors á þriðjudagskvöld.

NBA

Tengdar fréttir

Zion valinn fyrstur til Pelicans

Zion Williamson mun leika með New Orleans Pelicans á næsta ári eftir að Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavali NBA deildarinnar sem fór fram í nótt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.