Tími til kominn Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. október 2019 07:30 Höfuðborgarsvæðið hefur allt of lengi setið á hakanum þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Þess vegna er samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórfellda uppbyggingu á næstu fimmtán árum jákvætt og löngu tímabært skref. Hér er um að ræða fjölbreyttar aðgerðir sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum í samgöngumálum svæðisins. Sérstakt ánægjuefni er að þessir aðilar hafi náð saman um Borgarlínu og að hefja eigi framkvæmdir strax. Þannig á fyrstu áföngum Borgarlínu að vera lokið árið 2023 en alls mun tæpum 50 milljörðum verða varið til verkefnisins á tímabilinu. Tilkoma Borgarlínu er nauðsynleg forsenda uppbyggingar samgöngukerfis framtíðarinnar sem mun byggja á umhverfisvænum lausnum. Þess vegna er einnig ánægjulegt að verja eigi rúmum átta milljörðum til að bæta innviði fyrir gangandi og hjólandi. Þá sér loks fyrir endann á lagningu hluta Miklubrautar í stokk en slík áform var meðal annars að finna í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Miðað við samkomulagið er nú gert ráð fyrir að verkefninu verði lokið árið 2026. Hér er um mikilvæga framkvæmd að ræða sem mun bæta lífsgæði íbúa á svæðinu svo um munar. Þó veldur það vonbrigðum að Sundabraut sé ekki hluti samkomulagsins en aðeins er minnst á þá framkvæmd í upptalningu verkefna sem áformað sé að fjármagna með sértækri gjaldtöku. Miðað við þá umræðu sem skapaðist um samgönguáætlun og veggjöld síðasta vetur liggur það fyrir að fjármögnunin verður alltaf umdeild. Nú er gert ráð fyrir að 60 milljarðar, eða helmingur þess fjármagns sem er undir í samkomulaginu, komi í gegnum flýti- og umferðargjöld. Útfærslur liggja enn ekki fyrir en gera má ráð fyrir því að veggjöld verði tekin upp í einhverri mynd. Ríkið hefur heldur ekki útilokað að fjármagna hluta þessara 60 milljarða með öðrum leiðum eins og eignasölu. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hugi að jafnræði íbúa landsins þegar kemur að veggjöldum og tryggi um leið að þessi gjöld verði fyrst og fremst hugsuð sem viðbrögð við breytingum í samgöngukerfinu. Vistvænum bílum fjölgar hratt og þar með munu gjöld á jarðefnaeldsneyti, sem notuð hafa verið til að fjármagna framkvæmdir í vegakerfinu, dragast saman. Samkvæmt samkomulaginu verða allir mögulegir kostir við útfærslu gjaldtöku skoðaðir ítarlega. Þar er mikilvægt að horfa til þeirra fjölmörgu nágrannaríkja sem farið hafa svipaða leið. Eins og haft var eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu í gær þá er á þessu stigi málsins ótímabært að taka afstöðu til einstakra hugmynda. Það verkefni bíður komandi vetrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið hefur allt of lengi setið á hakanum þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Þess vegna er samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórfellda uppbyggingu á næstu fimmtán árum jákvætt og löngu tímabært skref. Hér er um að ræða fjölbreyttar aðgerðir sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum í samgöngumálum svæðisins. Sérstakt ánægjuefni er að þessir aðilar hafi náð saman um Borgarlínu og að hefja eigi framkvæmdir strax. Þannig á fyrstu áföngum Borgarlínu að vera lokið árið 2023 en alls mun tæpum 50 milljörðum verða varið til verkefnisins á tímabilinu. Tilkoma Borgarlínu er nauðsynleg forsenda uppbyggingar samgöngukerfis framtíðarinnar sem mun byggja á umhverfisvænum lausnum. Þess vegna er einnig ánægjulegt að verja eigi rúmum átta milljörðum til að bæta innviði fyrir gangandi og hjólandi. Þá sér loks fyrir endann á lagningu hluta Miklubrautar í stokk en slík áform var meðal annars að finna í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Miðað við samkomulagið er nú gert ráð fyrir að verkefninu verði lokið árið 2026. Hér er um mikilvæga framkvæmd að ræða sem mun bæta lífsgæði íbúa á svæðinu svo um munar. Þó veldur það vonbrigðum að Sundabraut sé ekki hluti samkomulagsins en aðeins er minnst á þá framkvæmd í upptalningu verkefna sem áformað sé að fjármagna með sértækri gjaldtöku. Miðað við þá umræðu sem skapaðist um samgönguáætlun og veggjöld síðasta vetur liggur það fyrir að fjármögnunin verður alltaf umdeild. Nú er gert ráð fyrir að 60 milljarðar, eða helmingur þess fjármagns sem er undir í samkomulaginu, komi í gegnum flýti- og umferðargjöld. Útfærslur liggja enn ekki fyrir en gera má ráð fyrir því að veggjöld verði tekin upp í einhverri mynd. Ríkið hefur heldur ekki útilokað að fjármagna hluta þessara 60 milljarða með öðrum leiðum eins og eignasölu. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hugi að jafnræði íbúa landsins þegar kemur að veggjöldum og tryggi um leið að þessi gjöld verði fyrst og fremst hugsuð sem viðbrögð við breytingum í samgöngukerfinu. Vistvænum bílum fjölgar hratt og þar með munu gjöld á jarðefnaeldsneyti, sem notuð hafa verið til að fjármagna framkvæmdir í vegakerfinu, dragast saman. Samkvæmt samkomulaginu verða allir mögulegir kostir við útfærslu gjaldtöku skoðaðir ítarlega. Þar er mikilvægt að horfa til þeirra fjölmörgu nágrannaríkja sem farið hafa svipaða leið. Eins og haft var eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu í gær þá er á þessu stigi málsins ótímabært að taka afstöðu til einstakra hugmynda. Það verkefni bíður komandi vetrar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar