Enski boltinn

Schmeichel allt annað en sáttur með Pogba: Skil ekki hlutverk hans í liðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Peter Schmeichel, goðsögn hjá Man. Utd.
Peter Schmeichel, goðsögn hjá Man. Utd. vísir/getty
Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Manchester United og danska landsliðsins, segir að franski heimsmeistarinn Paul Pogba sé bara til vandræða hjá Man. Utd.

Pogba spilaði allan leikinn í gær er United gerði 1-1 jafntefli við Arsenal í síðustu leik 6. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Schmeichel var mættur á völlinn að sjá sínu gömlu félaga og hann var ekki hrifinn.

„Það var erfitt að sjá hvað Untied vildi gera þegar þeir voru með boltann. Ole Gunnar sagði að þetta hafi verið hægt er United var með boltann og ég verð að vera sammála honum,“ sagðði Daninn.

„Hvernig boltinn hreyfist með Pogba í liðinu er öðruvísi en þegar hann er ekki í liðinu. Hraðinn er meiri án hans. Það er eitthvað sem þeir þurfa að vinna í.“





„Hann var að hægja á hraðanum og fyrstu 25 mínúturnar spilaði hann bara boltanum til baka. Fyrir leikmann af hans gæðum er það vonbrigði.“

„Ég skil ekki hvað hlutverk hans í liðinu er. Þrátt fyrir að Ole hafi gert breytingar og fært Pogba framar þá gerðist ekki mikið. Hann gaf tvær góðar sendingar, ekki fimmtán.“

„Mér finnst það vera vandamál og hann tekur mikla athygli að sér. Hann er vandræðabarnið í þessu liði,“ sagði pirraður Schmeichel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×