Fjarkönnun og framtíðin Sævar Þór Halldórsson og Inga Elísabet Vésteinsdóttir skrifar 1. október 2019 10:44 Fjarkönnunarfélag Íslands var stofnað föstudaginn 20. september síðastliðinn. Að stofnun félagsins stendur fólk sem hefur áhuga á fjarkönnun og hag af fjarkönnunargögnum í leik og starfi. En hvað er fjarkönnun? Í mjög stuttu máli nær hugtakið fjarkönnun yfir notkun ákveðinna nema til að greina umhverfið. Þar er ekki átt við nema í skóla, heldur ljósnæma nema af ýmsum toga sem oftast eru tengdir einhverskonar myndavélum í loftförum eða gervitunglum og greina endurkast ljóss á mismunandi bylgjulengdum. Gögn sem safnað er með fjarkönnun, og þá sérstaklega ef gagna er safnað yfir lengra tímabil, má nota til að greina ýmsar breytingar á jörðinni, svo sem á veðurfari, hafís, gróðurþekju bæði ofan sjávar og neðan, jarðsigi og beitarálagi. Einnig má greina breytingar á smærri skala, svo sem á hitaútstreymi lagna og leka í mannvirkjum. Teknar eru nákvæmar myndir nærri jörðu, þar sem vel má greina hluti sem eru jafnvel minni en meter í þvermál. Fjarkönnunartækni fer ört fram. Við þekkjum flest að opna einhverja kortasjá með loftmynd þar sem við getum skoðað heimili okkar og næsta nágrenni úr lofti. Á slíkum myndum getum við vel séð trampólínið í garðinum og jafnvel greint hvort þetta er ekki örugglega bíllinn okkar í innkeyrslunni. Fyrir stuttu tísti forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, loftmynd af geimflaugaskotstað í norður Íran, en sú mynd var í mun betri upplausn en almenningur hefur til þessa þekkt. Það eitt gefur til kynna gríðarlega hraða framþróun í fjarkönnunartækni og nákvæmni gagna. Ýmis fyrirtæki hafa núþegar hasla sér völl hér á landi á þessu sviði og bjóða ýmsar verkfræðistofur og nýsköpunarfyrirtæki upp á þjónustu við öflun fjarkönnunargagna og greiningu á þeim. Til að mynda hlaut fyrirtækið Svarmi, sem sérhæfir sig fjarkönnun með aðstoð dróna, nýverið Copernicus verðlaun evrópsku geimferðastofnunnunnar ESA. Markaður sem áður var nokkuð einsleitur, hefur glæðst svo um munar og nýjir aðilar sem bjóða uppá þjónustu við fjarkönnun spretta reglulega upp. Loftmyndir og önnur fjarkönnun getur sparað gríðarlega fjármuni þar sem hún býður upp á tiltölulega ódýran valkost til kortlagningar svæða og eftirlits með breytingum. Á mörgum svæðum væri slíkt eftirlit annars ómögulegt eða afar dýrt og tímafrekt í framkvæmd, sérstaklega þar sem ferðast þarf fótgangandi. Samfélag okkar breytist hratt; fólk og fyrirtæki krefjast sífellt fullkomnari upplýsinga og eru loftmyndir og fjarkönnun raunhæf leið til að veita fullnægjandi gögn með ásættanlegum tilkostnaði. Nú nýverið var gerð greining á þörf ýmissa ríkisstofnana fyrir fjarkönnunargögn, en þarfagreiningin var framkvæmd af Landmælingum Íslands. Markmið greiningarinnar var að kanna hvort grundvöllur er fyrir aukinni samnýtingu ríkisstofnana á fjarkönnunargögnum og um leið hvort auka megi aðgengi að nákvæmum gögnum fyrir samfélagið sem heild. Verkefnið er nú á byrjunarstigi og óvíst um útkomuna. Ljóst er þó að möguleikarnir eru fjölmargir og ávinningur af hagræðingu mikill fyrir allan almenning, ríki og sveitarfélög, auk einkaaðila í atvinnurekstri. Fjarkönnun er nútíðin og verður enn veigameiri í framtíðinni. Höfundar eru landfræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fjarkönnunarfélag Íslands var stofnað föstudaginn 20. september síðastliðinn. Að stofnun félagsins stendur fólk sem hefur áhuga á fjarkönnun og hag af fjarkönnunargögnum í leik og starfi. En hvað er fjarkönnun? Í mjög stuttu máli nær hugtakið fjarkönnun yfir notkun ákveðinna nema til að greina umhverfið. Þar er ekki átt við nema í skóla, heldur ljósnæma nema af ýmsum toga sem oftast eru tengdir einhverskonar myndavélum í loftförum eða gervitunglum og greina endurkast ljóss á mismunandi bylgjulengdum. Gögn sem safnað er með fjarkönnun, og þá sérstaklega ef gagna er safnað yfir lengra tímabil, má nota til að greina ýmsar breytingar á jörðinni, svo sem á veðurfari, hafís, gróðurþekju bæði ofan sjávar og neðan, jarðsigi og beitarálagi. Einnig má greina breytingar á smærri skala, svo sem á hitaútstreymi lagna og leka í mannvirkjum. Teknar eru nákvæmar myndir nærri jörðu, þar sem vel má greina hluti sem eru jafnvel minni en meter í þvermál. Fjarkönnunartækni fer ört fram. Við þekkjum flest að opna einhverja kortasjá með loftmynd þar sem við getum skoðað heimili okkar og næsta nágrenni úr lofti. Á slíkum myndum getum við vel séð trampólínið í garðinum og jafnvel greint hvort þetta er ekki örugglega bíllinn okkar í innkeyrslunni. Fyrir stuttu tísti forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, loftmynd af geimflaugaskotstað í norður Íran, en sú mynd var í mun betri upplausn en almenningur hefur til þessa þekkt. Það eitt gefur til kynna gríðarlega hraða framþróun í fjarkönnunartækni og nákvæmni gagna. Ýmis fyrirtæki hafa núþegar hasla sér völl hér á landi á þessu sviði og bjóða ýmsar verkfræðistofur og nýsköpunarfyrirtæki upp á þjónustu við öflun fjarkönnunargagna og greiningu á þeim. Til að mynda hlaut fyrirtækið Svarmi, sem sérhæfir sig fjarkönnun með aðstoð dróna, nýverið Copernicus verðlaun evrópsku geimferðastofnunnunnar ESA. Markaður sem áður var nokkuð einsleitur, hefur glæðst svo um munar og nýjir aðilar sem bjóða uppá þjónustu við fjarkönnun spretta reglulega upp. Loftmyndir og önnur fjarkönnun getur sparað gríðarlega fjármuni þar sem hún býður upp á tiltölulega ódýran valkost til kortlagningar svæða og eftirlits með breytingum. Á mörgum svæðum væri slíkt eftirlit annars ómögulegt eða afar dýrt og tímafrekt í framkvæmd, sérstaklega þar sem ferðast þarf fótgangandi. Samfélag okkar breytist hratt; fólk og fyrirtæki krefjast sífellt fullkomnari upplýsinga og eru loftmyndir og fjarkönnun raunhæf leið til að veita fullnægjandi gögn með ásættanlegum tilkostnaði. Nú nýverið var gerð greining á þörf ýmissa ríkisstofnana fyrir fjarkönnunargögn, en þarfagreiningin var framkvæmd af Landmælingum Íslands. Markmið greiningarinnar var að kanna hvort grundvöllur er fyrir aukinni samnýtingu ríkisstofnana á fjarkönnunargögnum og um leið hvort auka megi aðgengi að nákvæmum gögnum fyrir samfélagið sem heild. Verkefnið er nú á byrjunarstigi og óvíst um útkomuna. Ljóst er þó að möguleikarnir eru fjölmargir og ávinningur af hagræðingu mikill fyrir allan almenning, ríki og sveitarfélög, auk einkaaðila í atvinnurekstri. Fjarkönnun er nútíðin og verður enn veigameiri í framtíðinni. Höfundar eru landfræðingar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar