Uppsagnir í bönkum og sérstök skattlagning Sigurgeir Jónasson skrifar 2. október 2019 07:15 Mikla athygli vakti þegar forsvarsmenn Arion banka gripu til þungrar hagræðingaraðgerðar í lok september þar sem um 100 manns var sagt upp. Á ársgrunni er hagræðingin talin lækka rekstrarkostnað bankans um 1,3 milljarða króna. Ein af ástæðunum sem Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, nefndi í fjölmiðlum fyrir uppsögnunum var að bankinn greiðir um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og íþyngi þeir bankanum mjög í rekstrinum. Yfirlýst stefna Arion banka er að ná arðsemi eigin fjár upp í 10% en árið 2018 var hún einungis 3,8%. Það er lakari ávöxtun en hefur fengist í hefðbundnum lausafjársjóðum síðustu ár en lausafjársjóðir hafa verið með ávöxtun á milli 4-5% og teljast með áhættuminnstu fjárfestingakostunum sem eru í boði. Hefðu þessar sparnaðaraðgerðir, sem kynntar voru nú fyrir skemmstu, tekið gildi í byrjun ársins 2018 hefðu þær aukið arðsemi bankans um 70 punkta og hún þá farið upp í 4,5% að öllu öðru óbreyttu.Skattpíndir bankar Árið 2018 greiddi Arion banki tæpa 3,4 milljarða króna í bankaskatt (0,376% af heildarskuldum) og á þá eftir að taka tillit til sérstöku fjársýsluskattanna sem reiknast á hagnað umfram einn milljarð (6%) og laun starfsmanna fjármálafyrirtækja (5,5%) sem bætast við önnur launatengd gjöld. Þetta eru allt sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki sem draga úr arðseminni. Bankaskatturinn er ekki innheimtur í Noregi eða Danmörku en í Svíþjóð er hann 0,036%, eða um einn tíundi af skattinum hér á landi. Ef við skoðum arðsemi Arion árið 2018 aftur og tökum nú tillit til þess hver hún hefði verið ef ekki væri fyrir bankaskattinn þá sjáum við að arðsemin hefði verið 5,5%, eða um 1,7 prósentustigum hærri en raunin varð. Ef við tökum arðsemina og skoðum hver hún væri ef kæmi til afnáms allra þessara sérstöku skatta þá næmi arðsemin 6,3%, eða væri 2,5 prósentustigum hærri. Sömu sögu má segja um Íslandsbanka og Landsbanka sem greiddu um 3,3 og 3,9 milljarða í bankaskatt árið 2018. Af þessu er nokkuð augljóst að séríslenskar kvaðir og álögur sem einungis fjármálafyrirtæki greiða hafa margfalt meiri neikvæð áhrif á arðsemi banka en um 100 starfsmenn eins banka. Augljóst er hvað þarf að gera. Hið opinbera þarf að létta á álögum og kvöðum íslenskra fjármálafyrirtækja sem allra fyrst, öllum til heilla. Að lokum má því spyrja sig þessarar einföldu spurningar: Hversu margir hefðu getað haldið starfi sínu í Arion ef hið opinbera væri búið að afnema bankaskattinn og hina sérstöku fjársýsluskatta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar forsvarsmenn Arion banka gripu til þungrar hagræðingaraðgerðar í lok september þar sem um 100 manns var sagt upp. Á ársgrunni er hagræðingin talin lækka rekstrarkostnað bankans um 1,3 milljarða króna. Ein af ástæðunum sem Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, nefndi í fjölmiðlum fyrir uppsögnunum var að bankinn greiðir um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og íþyngi þeir bankanum mjög í rekstrinum. Yfirlýst stefna Arion banka er að ná arðsemi eigin fjár upp í 10% en árið 2018 var hún einungis 3,8%. Það er lakari ávöxtun en hefur fengist í hefðbundnum lausafjársjóðum síðustu ár en lausafjársjóðir hafa verið með ávöxtun á milli 4-5% og teljast með áhættuminnstu fjárfestingakostunum sem eru í boði. Hefðu þessar sparnaðaraðgerðir, sem kynntar voru nú fyrir skemmstu, tekið gildi í byrjun ársins 2018 hefðu þær aukið arðsemi bankans um 70 punkta og hún þá farið upp í 4,5% að öllu öðru óbreyttu.Skattpíndir bankar Árið 2018 greiddi Arion banki tæpa 3,4 milljarða króna í bankaskatt (0,376% af heildarskuldum) og á þá eftir að taka tillit til sérstöku fjársýsluskattanna sem reiknast á hagnað umfram einn milljarð (6%) og laun starfsmanna fjármálafyrirtækja (5,5%) sem bætast við önnur launatengd gjöld. Þetta eru allt sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki sem draga úr arðseminni. Bankaskatturinn er ekki innheimtur í Noregi eða Danmörku en í Svíþjóð er hann 0,036%, eða um einn tíundi af skattinum hér á landi. Ef við skoðum arðsemi Arion árið 2018 aftur og tökum nú tillit til þess hver hún hefði verið ef ekki væri fyrir bankaskattinn þá sjáum við að arðsemin hefði verið 5,5%, eða um 1,7 prósentustigum hærri en raunin varð. Ef við tökum arðsemina og skoðum hver hún væri ef kæmi til afnáms allra þessara sérstöku skatta þá næmi arðsemin 6,3%, eða væri 2,5 prósentustigum hærri. Sömu sögu má segja um Íslandsbanka og Landsbanka sem greiddu um 3,3 og 3,9 milljarða í bankaskatt árið 2018. Af þessu er nokkuð augljóst að séríslenskar kvaðir og álögur sem einungis fjármálafyrirtæki greiða hafa margfalt meiri neikvæð áhrif á arðsemi banka en um 100 starfsmenn eins banka. Augljóst er hvað þarf að gera. Hið opinbera þarf að létta á álögum og kvöðum íslenskra fjármálafyrirtækja sem allra fyrst, öllum til heilla. Að lokum má því spyrja sig þessarar einföldu spurningar: Hversu margir hefðu getað haldið starfi sínu í Arion ef hið opinbera væri búið að afnema bankaskattinn og hina sérstöku fjársýsluskatta?
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun