Menning

Nóbels­verð­launa­hafar heim­sækja Lax­ness

Atli Ísleifsson skrifar
Opið verður fyrir almenning milli 14 og 17 á laugardag.
Opið verður fyrir almenning milli 14 og 17 á laugardag. Sænska sendiráðið
Sýning með ljósmyndum þýska ljósmyndarans Peter Badge af Nóbelsverðlaunahöfum verður opnuð í sænska sendiherrabústaðnum við Fjólugötu 9 um helgina. Opið verður fyrir almenning milli 14 og 17 á laugardag.

Í umfjöllun um sýninguna segir að frá árinu 1901 til 2018 hafi alls 908 fengið Nóbelsverðlaun og hefur Badge hitt og myndað rúmlega 400 þeirra. Á sýningunni verða tugir mynda Badge til sýnis.

Á meðal gesta á opnuninni verður bandaríski bassaleikarinn Jerry Scheff sem spilaði um sjö ára skeið með goðsögninni Elvis Presley. Þá hefur hann einnig spilað með tónlistarmönnum á borð við Bob Dylan, The Doors, Elvis Costello, John Denver, Tom Petty og fleirum.

Tugir mynda verða til sýnis í sendiherrabústaðnum á laugardag.Sænska sendiráðið

Tengir löndin saman

Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, segir í samtali við Vísi að hann hafi á sínum tíma fengið hugmynd um að gera eitthvað sem tengdi saman Ísland, Svíþjóð, Halldór Laxness og Nóbelsverðlaunin.

„Svo sá ég að í ár eru hundrað ár frá því að Laxness gaf út sína fyrstu skáldsögu, Barn náttúrunnar. Þegar komst ég í samband við Peter Badge í gegnum Jerry [Scheff] og þá þróaðist hugmyndin að sýningunni frekar. Peter hefur á síðustu rúmu tuttugu árunum hitt og myndað rúmlega 400 Nóbelsverðlaunahafa. Þetta er alveg einstök skrásetning á samtímanum. Hann er orðinn vinur fjölda þeirra. Hann hefur tekið með sér um fimmtíu ljósmyndir til Íslands,“ segir Juholt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.