Körfubolti

KR-ingar of sterkar fyrir Blika

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/bára

Breiðablik stóð í sterku liði KR en þurfti að sætta sig við tap í Domino's deild kvenna í körfubolta. Skallagrímur vann heimasigur á Grindavík og Keflavík sótti sigur á Ásvelli.

Blikar, sem féllu úr deildinni síðasta vetur en fengu sæti sitt aftur þar sem Stjarnan dró sig úr keppni, voru yfir eftir fyrsta leikhluta 18-17 en staðan var 35-40 fyrir KR í hálfleik.

KR-ingar náðu sér upp tíu stiga forskoti fljótlega í þriðja leikhluta og þeir héldu því nokkurn veginn út leikinn og unnu 69-78 sigur.

Í Borgarnesi unnu heimakonur í Skallagrími þægilegan sigur á Grindavík. Heimakonur tóku forystuna snemma og héldu stigaskori gestanna niðri, Grindvíkingar skoruðu aðeins 10 stig í öðrum leikhluta. Staðan í hálfeik var 46-24 og von Grindvíkinga orðin nokkuð veik.

Skallagrímskonur héldu áfram uppteknum hætti í þriðja leikhluta en slökuðu heldur á í lokafjórðungnum og lauk leiknum með 74-59 sigri.

Keflavík sótti tvö stig á Ásvelli þar sem þær unnu 65-54 sigur á Haukum.

Haukar skoruðu aðeins 20 stig í fyrri hálfleik á meðan Keflavík gerði 22 bara í fyrsta leikhluta. Heimakonur náðu aðeins að laga stöðuna í seinni hálfleik en sigur Keflavíkur var þó aldrei í hættu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.