Lífið

Gekk til móður sinnar í beinni útsendingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Á meðan Courtne Kube var að reyna að útskýra nýjustu vendingar í Sýrlandi kom drengurinn askvaðandi inn á settið og virtist hann vilja komast í fang móður sinnar.
Á meðan Courtne Kube var að reyna að útskýra nýjustu vendingar í Sýrlandi kom drengurinn askvaðandi inn á settið og virtist hann vilja komast í fang móður sinnar.
Sonur fréttakonunnar Courtne Kube gekk inn á sjónvarpssett hennar þegar hún var í beinni útsendingu á MSNBC í kvöld. Á meðan hún var að reyna að útskýra nýjustu vendingar í Sýrlandi kom drengurinn askvaðandi inn á settið og virtist hann vilja komast í fang móður sinnar.„Afsakið, börnin mín eru hérna. Bein útsending,“ sagði Kube áður en skipt var yfir á kort af Sýrlandi.MSNBC tísti myndbandi af atvikinu í kvöld með textanum: „Stundum gerast óvæntar fréttir á meðan þú ert að flytja fréttirnar.“

Netverjar voru fljótir að líkja atvikinu við það þegar börn Robert E. Kelly gengu (og rúlluðu) með stíl inn í viðtal hans á BBC árið 2017.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.