Bíó og sjónvarp

Fjórða þáttaröð Stranger Things í bígerð

Andri Eysteinsson skrifar

Aðdáendur bandarísku vísindaskáldskaparþáttanna Stranger Things, sem Netflix framleiðir, geta tekið gleði sína á ný því í dag var birt færsla á samfélagsmiðlasíðum þáttanna þar sem staðfest var að fjórða þáttaröðin um krakkana frá Hawkins, Indiana væri í bígerð.

Fyrstu þrjár þáttaraðirnar hafa verið með þeim vinsælustu á Netflix frá því að þættirnir hófu göngu sína sumarið 2016. Önnur þáttaröðin var gefin út ári síðar en aðdáendur máttu bíða í heil tvö ár eftir þriðju seríunni sem var frumsýnd 4.júlí síðastliðinn.

Ungir aðalleikarar á borð við Finn Wolfhard, Millie Bobbie Brown, og Gaten Matarazzo hafa ásamt eldri stjörnum eins og David Harbour, Sean Astin og Winonu Ryder, hlotið einróma lof fyrir hlutverk sín í þáttunum.

Fjórða þáttaröðin var staðfest með 45 sekúndna löngu myndbandi sem lítið er hægt að lesa úr. Merki þáttanna birtist með töluna 4 í bakgrunni. Eftir því sem líður á myndbandið virðist umhverfið breytast í það sem þekkja má úr „The Upside Down“.

Að lokum birtast þá skilaboðin. Við erum ekki lengur í Hawkins. (e. We are not in Hawkins anymore)

Ekki liggur ljóst fyrir hvenær þáttaröðin verður sýnd.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.