Enski boltinn

Solskjær segir það rétta ákvörðun að láta Lukaku og Sanchez fara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær þakkar stuðningsmönnum Man. Utd fyrir stuðninginn í gær.
Solskjær þakkar stuðningsmönnum Man. Utd fyrir stuðninginn í gær. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að sú ákvörðun að láta Romelu Lukaku og Alexis Sanchez fara frá félaginu hafi verið rétt að sínu mati.

Manchester United vann 1-0 sigur á Rúnari Má Sigurjónssyni og félögum í Astana í gærkvöldi en sigurmarkið skoraði hinn ungi og efnilegi Mason Greenwood.

Norðmaðurinn hrósaði Greenwood mikið fyrir leikinn og það hélt áfram eftir leikinn.

„Þegar hann kemst inn í vítateiginn þá veistu að eitthvað er að fara gerast. Hann getur farið inn á við og einnig utan á. Frábær afgreiðsla í klofið á markverðinum. Oftast er það opið,“ sagði Solskjær eftir leikinn.

„Það er eðlilegt fyrir hann að spila fótbolta og eðlilegt skora mörk. Eins og ég sagði þá veit hann hvernig á að sparka í boltann. Hann sýndi glefsur af því sem kom skal í dag.“

Solskjær var spurður á blaðamannafundi í gær hvort að það væri ekki bratt að láta Sanchez og Lukaku fara og vera bara með unga og efnilega leikmenn eins og Greenwood í þeirra stað.

„Þetta var rétt ákvörðun að mínu mati,“ sagði hann um brotthvarf stórstjarnanna tveggja og aftur að Greenwood: „Ég held að fyrir hann og félagið þá verði hann mikilvægur fyrir okkur á þessu tímabili.“

„Hann hefur ekki spilað svo mikið á þessu tímabili en hann mun fá mínútu og vaxa og dafna,“ sagði Norðmaðurinn.

Manchester United mætir West Ham á sunnudaginn á útivelli.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.