Maddison hetjan í Leicester

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
James Maddison skoraði sigurmarkið í dag og var það af dýrari gerðinni
James Maddison skoraði sigurmarkið í dag og var það af dýrari gerðinni vísir/getty
James Maddison var hetja Leicester sem vann Tottenham í opnunarleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Tvö mörk voru dæmd af með myndbandsdómgæslu.

Wilfred Ndidi virtist hafa komið Leicester yfir snemma leiks eftir fjöruga byrjun en eftir skoðun myndbandsdómarans var markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu.

Harry Kane kom gestunum í Tottenham yfir eftir hálftíma leik með ótrúlegu marki. Hann kom boltanum framhjá Jonny Evans og á meðan hann var að falla til jarðar náði hann að vippa boltanum yfir Kasper Schmeichel.

Heimamenn náðu ekki að svara fyrir hálfleik og staðan virtist hafa versnað fyrir þá þegar Serge Aurier skoraði á 64. mínútu. Hins vegar var myndbandsdómarinn aftur á ferð og dæmdi Son Heung-min rangstæðan í aðdragandanum. Mjög tæp rangstaða og umdeild ákvörðun.

Leicester fékk byr undir báða vængi við þetta og Ricardo Pereira jafnaði metin fimm mínútum seinna.

Það var svo á 85. mínútu sem James Maddison skoraði með góðu skoti fyrir utan teig og tryggði Leicester sterkan 2-1 sigur.

Úrslitin þýða að Leicester fer upp í annað sæti deildarinnar, í það minnsta þar til Mancehster City spilar seinna í dag, með 11 stig. Tottenham er í fimmta sæti með átta stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira