Ótrúleg endurkoma Arsenal gegn nýliðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar sigurmarkinu.
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar sigurmarkinu. vísir/getty
Arsenal náði í afar mikilvæg þrjú stig er liðið vann 3-2 sigur á Aston Villa á heimavelli og náði því að koma til baka eftir vonbrigðin gegn Watford um síðustu helgi.Gestirnir og nýliðarnir komust yfir á 20. mínútu er John McGinn kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Anwar El Ghazi en varnarleikur Arsenal var ekki upp á marga fiska.Ainsley Maitland-Niles fékk gult spjald á 11. mínútu og aftur fékk hann gula spjaldið á þeirri 41. mínútu. Þar með var hann sendur í sturtu. 1-0 fyrir Villa í hálfleik.Arsenal fékk vítaspyrnu eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik og á punktinn steig Nicolas Pepe. Hann kom boltanum í netið en einungis mínútu síðar kom Wesley nýliðunum yfir á nýjan leik.Calum Chambers jafnaði þó fyrir Arsenal níu mínútum fyrir leikslok og sex mínútum fyrir leikslok var það Pierre-Emerick Aubameyang sem fullkomnaði endurkomu Arsenal.

Arsenal er í 4. sæti deildarinarn með ellefu stig, tveimur stigum á eftir Man. City sem er í öðru sætinu, en Aston Villa er í 18. sætinu með fjögur stig.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.