Kerfisbreyting í þágu barna Ásmundur Einar Daðason skrifar 23. september 2019 07:00 Við Íslendingar höfum um of langt skeið þurft að horfast í augu við að börn og ungmenni sem þurfa aðstoð lenda á gráu svæði í kerfinu. Ólíkt mörgum öðrum þjóðfélagshópum hafa þessir einstaklingar ekki marga háværa talsmenn í sínum röðum. Sést það meðal annars á því að hringiða stjórnmála snýst allt of sjaldan um stöðu þeirra. Frá mínum fyrsta degi sem ráðherra hef ég verið staðráðinn í því að ná fram grundvallarbreytingu á velferðarkerfinu. Breytingu sem setji börn og ungmenni í forgrunn. Fyrstu verk mín í embætti voru að hitta mikinn fjölda fólks sem hefur unnið að málefnum barna sem og notendur kerfisins. Allir sem vildu voru velkomnir á minn fund og fannst mörgum undarlegt að ráðherra skyldi opna sínar dyr á þennan hátt. Ástæðan er hins vegar einföld. Ég er ekki sérfræðingur í þessum efnum. Ég var aftur á móti, líkt og við öll, einu sinni barn og vildi fá raunveruleg svör við því hvort breytinga væri þörf. Það var fróðlegt að heyra skoðanir fólks og reynslusögur og finna að allir voru sammála um að gera þyrfti róttækar breytingar. Í framhaldi af þessari nokkurra mánaða yfirferð var ég því kominn með tilfinningu fyrir stöðunni, ákvað að virkja sem flesta og setja formlega af stað stærstu endurskoðun í málefnum barna á Íslandi í lengri tíma. Öll sú vinna hefur verið undir forystu þverpólitískrar þingmannanefndar sem skipuð var í upphafi vegferðarinnar og í góðu samstarfi við stýrihóp stjórnarráðsins í málefnum barna, Samband íslenskra sveitarfélaga auk fjölda fólks sem tók þátt í vinnunni í gegnum átta sérhæfða hópa. Niðurstaða þessa langa samtals er nú að bera ávöxt. Tillögur að nýju velferðarkerfi fyrir börn og ungmenni liggja fyrir. Því efni ég til ráðstefnu, í samvinnu við Landssamband ungmennafélaga, í Norðurljósasal Hörpu þann 2. október næstkomandi. Ráðstefnan nefnist: „Breytingar í þágu barna“ en þar verða ofangreindar tillögur kynntar og einstaka þættir þeirra ræddir sérstaklega. Ráðstefnan hefst klukkan 8.30 og stendur til klukkan 15.00. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.frn.is. Verið velkomin!Höfundur er félags- og barnamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Halldór 15.05.2013 Halldór Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum um of langt skeið þurft að horfast í augu við að börn og ungmenni sem þurfa aðstoð lenda á gráu svæði í kerfinu. Ólíkt mörgum öðrum þjóðfélagshópum hafa þessir einstaklingar ekki marga háværa talsmenn í sínum röðum. Sést það meðal annars á því að hringiða stjórnmála snýst allt of sjaldan um stöðu þeirra. Frá mínum fyrsta degi sem ráðherra hef ég verið staðráðinn í því að ná fram grundvallarbreytingu á velferðarkerfinu. Breytingu sem setji börn og ungmenni í forgrunn. Fyrstu verk mín í embætti voru að hitta mikinn fjölda fólks sem hefur unnið að málefnum barna sem og notendur kerfisins. Allir sem vildu voru velkomnir á minn fund og fannst mörgum undarlegt að ráðherra skyldi opna sínar dyr á þennan hátt. Ástæðan er hins vegar einföld. Ég er ekki sérfræðingur í þessum efnum. Ég var aftur á móti, líkt og við öll, einu sinni barn og vildi fá raunveruleg svör við því hvort breytinga væri þörf. Það var fróðlegt að heyra skoðanir fólks og reynslusögur og finna að allir voru sammála um að gera þyrfti róttækar breytingar. Í framhaldi af þessari nokkurra mánaða yfirferð var ég því kominn með tilfinningu fyrir stöðunni, ákvað að virkja sem flesta og setja formlega af stað stærstu endurskoðun í málefnum barna á Íslandi í lengri tíma. Öll sú vinna hefur verið undir forystu þverpólitískrar þingmannanefndar sem skipuð var í upphafi vegferðarinnar og í góðu samstarfi við stýrihóp stjórnarráðsins í málefnum barna, Samband íslenskra sveitarfélaga auk fjölda fólks sem tók þátt í vinnunni í gegnum átta sérhæfða hópa. Niðurstaða þessa langa samtals er nú að bera ávöxt. Tillögur að nýju velferðarkerfi fyrir börn og ungmenni liggja fyrir. Því efni ég til ráðstefnu, í samvinnu við Landssamband ungmennafélaga, í Norðurljósasal Hörpu þann 2. október næstkomandi. Ráðstefnan nefnist: „Breytingar í þágu barna“ en þar verða ofangreindar tillögur kynntar og einstaka þættir þeirra ræddir sérstaklega. Ráðstefnan hefst klukkan 8.30 og stendur til klukkan 15.00. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.frn.is. Verið velkomin!Höfundur er félags- og barnamálaráðherra
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar