Fimm dagar í september Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. september 2019 07:00 Þjóðarleiðtogar heimsins eru nú staddir í New York þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram. Þeir munu í fimm daga funda um mikilvægustu málefni samtímans en í gær fór fram sérstakur loftslagsaðgerðafundur. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, talaði með skýrum hætti í aðdraganda loftslagsfundarins. Hann vildi að leiðtogar heimsins kæmu fram með áþreifanlegar og raunhæfar aðgerðir til þess bregðast við loftslagsvandanum. Það er óhætt að taka undir kröfur Guterres um að leiðtogarnir fari að koma fram með aðgerðir í stað ræðuhalda. Auk þjóðarleiðtoga tóku stjórnendur nokkurra fyrirtækja og samtaka þátt í loftslagsfundinum. Aðkoma þeirra er gríðarlega mikilvæg enda verður vandinn ekki leystur af stjórnvöldum einum saman. Hér þarf atvinnulíf og almenningur líka að koma að borðinu og verða hluti af lausninni. Nýstofnaður samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir hér á Íslandi vekur vonir um að það verði raunin. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði í ávarpi sínu í New York í gær áherslu á vonina. Vissulega væru áskoranirnar stórar en lausnir væru til staðar. Raunar var tónninn á fundinum jákvæður og ljóst að vilji til breytinga er fyrir hendi í orði, hvað svo sem raunverulegum aðgerðum líður. Það er hins vegar áhyggjuefni að fulltrúar stórra kolanotenda á borð við Japan og Ástralíu tóku ekki þátt. Þá er Donald Trump Bandaríkjaforseti á allsherjarþinginu en ákvað að taka ekki þátt í loftslagsfundinum. Á Íslandi og í Sviss hafa jöklar verið kvaddir og hinum megin á hnettinum er framtíð eyríkja í Kyrrahafi í hættu. Hilda Heine, forseti Marshall-eyja, var meðal þeirra sem tóku til máls. Hún hvatti þjóðir heims til að standa við Parísarsamkomulagið, ef það tækist ekki væri um stærsta klúður mannkynssögunnar að ræða. Það er mikið í húfi en vísindamenn telja að það stefni í að eyjarnar verði óbyggilegar innan fárra áratuga vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Í vikunni munu leiðtogarnir einnig fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem sett voru árið 2015. Þar voru sett fram 17 markmið um sjálfbæra þróun og velsæld í heiminum. Það er ekki síður mikilvæg umræða enda um margt tengd loftslagsmálunum. Þessir fimm dagar í septembermánuði geta, ef vel tekst til, skipt sköpum til framtíðar. Það er enn ekki of seint að breyta heiminum en árangurinn mun velta á því sem leiðtogarnir gera þegar heim er komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Sighvatur Arnmundsson Umhverfismál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Þjóðarleiðtogar heimsins eru nú staddir í New York þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram. Þeir munu í fimm daga funda um mikilvægustu málefni samtímans en í gær fór fram sérstakur loftslagsaðgerðafundur. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, talaði með skýrum hætti í aðdraganda loftslagsfundarins. Hann vildi að leiðtogar heimsins kæmu fram með áþreifanlegar og raunhæfar aðgerðir til þess bregðast við loftslagsvandanum. Það er óhætt að taka undir kröfur Guterres um að leiðtogarnir fari að koma fram með aðgerðir í stað ræðuhalda. Auk þjóðarleiðtoga tóku stjórnendur nokkurra fyrirtækja og samtaka þátt í loftslagsfundinum. Aðkoma þeirra er gríðarlega mikilvæg enda verður vandinn ekki leystur af stjórnvöldum einum saman. Hér þarf atvinnulíf og almenningur líka að koma að borðinu og verða hluti af lausninni. Nýstofnaður samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir hér á Íslandi vekur vonir um að það verði raunin. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði í ávarpi sínu í New York í gær áherslu á vonina. Vissulega væru áskoranirnar stórar en lausnir væru til staðar. Raunar var tónninn á fundinum jákvæður og ljóst að vilji til breytinga er fyrir hendi í orði, hvað svo sem raunverulegum aðgerðum líður. Það er hins vegar áhyggjuefni að fulltrúar stórra kolanotenda á borð við Japan og Ástralíu tóku ekki þátt. Þá er Donald Trump Bandaríkjaforseti á allsherjarþinginu en ákvað að taka ekki þátt í loftslagsfundinum. Á Íslandi og í Sviss hafa jöklar verið kvaddir og hinum megin á hnettinum er framtíð eyríkja í Kyrrahafi í hættu. Hilda Heine, forseti Marshall-eyja, var meðal þeirra sem tóku til máls. Hún hvatti þjóðir heims til að standa við Parísarsamkomulagið, ef það tækist ekki væri um stærsta klúður mannkynssögunnar að ræða. Það er mikið í húfi en vísindamenn telja að það stefni í að eyjarnar verði óbyggilegar innan fárra áratuga vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Í vikunni munu leiðtogarnir einnig fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem sett voru árið 2015. Þar voru sett fram 17 markmið um sjálfbæra þróun og velsæld í heiminum. Það er ekki síður mikilvæg umræða enda um margt tengd loftslagsmálunum. Þessir fimm dagar í septembermánuði geta, ef vel tekst til, skipt sköpum til framtíðar. Það er enn ekki of seint að breyta heiminum en árangurinn mun velta á því sem leiðtogarnir gera þegar heim er komið.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar