Óttast ekki fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2019 12:00 Aldís Hafsteinsdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/BALDUR HRAFNKELL Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, harmar að sveitastjórn Grýtubakkahrepps íhugi úrsögn úr sambandinu. Sveitarfélagið fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna stuðnings sambandsins við þingsályktunartillögu um sameiningar sveitarfélaga. Aldís kveðst ekki óttast fjöldaúrsagnir úr sambandinu. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem felur meðal annars í sér að að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá miðist lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir eru um tillöguna en sveitarstjórn Grýtubakkahreppsins samþykkti harðorða tillögu á fundi sínum í gær þar sem meðal annars kemur fram að sveitarstjórnin hljóti að skoða það alvarlega að segja sig úr sambandinu. Íbúar hreppsins eru um 400 talsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist vona að ekki komi til úrsagnar. Hagsmunum sveitarfélaga sé betur borgið innan sambandsins.Sjá einnig: Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn„Þetta kemur mér á óvart en vel að merkja, þeir eru að velta fyrir sér möguleikanum þannig að ég á nú ekki von á því að þeir láti verða af því að segja sig úr sambandinu,” segir Aldís. „Sambandið er samkvæmt lögum hagsmunagæsluaðili sveitarfélaga á Íslandi og veitir þeim mjög margháttaða þjónustu. Þannig að ég held að þegar að sveitarstjórnarmenn fara að skoða það til hlýtar, þá held ég að niðurstaðan hljóti nú að vera sú að þeirra hagsmunum sé best borgið í sameiginlegum samtökum.” Í bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps frá því í gær segir að stjórn sambandsins hafi farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað sjónarmið þeirra og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar. Að óbreyttu sé ekki lengur hægt að líta á sambandið sem málsvara allra sveitarfélaga. „Ég hef ríkan skilning á því að það eru ekki allir ánægðir með þá ákvörðun sem var tekin á landsþinginu þegar að við samþykktum, sveitarstjórnarmenn, að samþykkja tillögu ráðherra,” segir Aldís.Óumflýjanlegt að sveitarfélög stækki „Þetta eru auðvitað róttækar tillögur, en það er líka gríðarlega brýnt að við getum horft yfir sviðið og skoðað það hvað kemur íbúum landsins best, hvað kemur íbúum sveitarfélaganna best. Það er alveg ljóst að sveitarfélög þar sem að íbúum hefur fækkað stöðugt og þeir eru kannski komnir undir fimmtíu eða undir tvö hundruð, þá eru sveitarfélögin ekki í stakk búin til að veita þá þjónustu sem þeim lögum samkvæmt eiga að veita.” Fari svo að Grýtubakkahreppur segi sig úr sambandinu yrði það annað sveitarfélagið til þess, en Tjörneshreppur, þar sem íbúar eru um fimmtíu, sagði sig úr sambandinu eftir að ákveðið var að styðja tillögu ráðherra. „Ég ætla ekki að halda það að það verði einhverjar fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ég held að sveitarstjórnarmenn vítt og breytt um landið geri sér alveg grein fyrir því að það þurfa að verða breytingar,” segir Aldís. „Ef við ætlum landsbyggðinni að eflast og hafa slagkraft og þann slagkraft sem þarf í samkeppninni um íbúa og í samkeppninni um fyrirtæki, þá verða sveitarfélög að stækka. Það er óumflýjanlegt.” Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, harmar að sveitastjórn Grýtubakkahrepps íhugi úrsögn úr sambandinu. Sveitarfélagið fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna stuðnings sambandsins við þingsályktunartillögu um sameiningar sveitarfélaga. Aldís kveðst ekki óttast fjöldaúrsagnir úr sambandinu. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem felur meðal annars í sér að að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá miðist lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir eru um tillöguna en sveitarstjórn Grýtubakkahreppsins samþykkti harðorða tillögu á fundi sínum í gær þar sem meðal annars kemur fram að sveitarstjórnin hljóti að skoða það alvarlega að segja sig úr sambandinu. Íbúar hreppsins eru um 400 talsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist vona að ekki komi til úrsagnar. Hagsmunum sveitarfélaga sé betur borgið innan sambandsins.Sjá einnig: Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn„Þetta kemur mér á óvart en vel að merkja, þeir eru að velta fyrir sér möguleikanum þannig að ég á nú ekki von á því að þeir láti verða af því að segja sig úr sambandinu,” segir Aldís. „Sambandið er samkvæmt lögum hagsmunagæsluaðili sveitarfélaga á Íslandi og veitir þeim mjög margháttaða þjónustu. Þannig að ég held að þegar að sveitarstjórnarmenn fara að skoða það til hlýtar, þá held ég að niðurstaðan hljóti nú að vera sú að þeirra hagsmunum sé best borgið í sameiginlegum samtökum.” Í bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps frá því í gær segir að stjórn sambandsins hafi farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað sjónarmið þeirra og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar. Að óbreyttu sé ekki lengur hægt að líta á sambandið sem málsvara allra sveitarfélaga. „Ég hef ríkan skilning á því að það eru ekki allir ánægðir með þá ákvörðun sem var tekin á landsþinginu þegar að við samþykktum, sveitarstjórnarmenn, að samþykkja tillögu ráðherra,” segir Aldís.Óumflýjanlegt að sveitarfélög stækki „Þetta eru auðvitað róttækar tillögur, en það er líka gríðarlega brýnt að við getum horft yfir sviðið og skoðað það hvað kemur íbúum landsins best, hvað kemur íbúum sveitarfélaganna best. Það er alveg ljóst að sveitarfélög þar sem að íbúum hefur fækkað stöðugt og þeir eru kannski komnir undir fimmtíu eða undir tvö hundruð, þá eru sveitarfélögin ekki í stakk búin til að veita þá þjónustu sem þeim lögum samkvæmt eiga að veita.” Fari svo að Grýtubakkahreppur segi sig úr sambandinu yrði það annað sveitarfélagið til þess, en Tjörneshreppur, þar sem íbúar eru um fimmtíu, sagði sig úr sambandinu eftir að ákveðið var að styðja tillögu ráðherra. „Ég ætla ekki að halda það að það verði einhverjar fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ég held að sveitarstjórnarmenn vítt og breytt um landið geri sér alveg grein fyrir því að það þurfa að verða breytingar,” segir Aldís. „Ef við ætlum landsbyggðinni að eflast og hafa slagkraft og þann slagkraft sem þarf í samkeppninni um íbúa og í samkeppninni um fyrirtæki, þá verða sveitarfélög að stækka. Það er óumflýjanlegt.”
Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30