Arnar: Hefði verið auðvelt að brotna en stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2019 18:09 Arnar á hliðarlínunni á Ásvöllum í dag. vísir/bára „Ég er mjög stoltur af framlagi leikmannanna og vinnuseminni. Líka því að svara leiknum erfiða gegn Króatíu,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, eftir tapið fyrir Frakklandi, 17-23, í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland steinlá fyrir Króatíu á miðvikudaginn, 29-21, en spilaði miklu mun betur gegn heims- og Evrópumeisturum Frakklands í dag. Það blés þó ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í upphafi leiks. Tapaðir boltar voru fjölmargir og Frakkar refsuðu með mörkum úr hraðaupphlaupum. „Það hefði verið auðvelt að brotna og fara inn í skelina. En þær sýndu úr hverju þær eru gerðar. Við stóðum vörnina vel og fengum frábæra markvörslu frá Írisi [Björk Símonardóttur],“ sagði Arnar. Ísland skoraði aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi í leiknum í dag en Frakkland sjö. Arnar segir erfitt að ráða við Frakka í þeim þætti leiksins. „Vissulega hefðum við þegið að fá auðveld mörk. En franska liðið hleypur gríðarlega vel fram og aftur og hlaupageta þeirra er gríðarlega mikil. Við höfum líka lagt áherslu á að flýta okkur hægt. Það hefur verið svolítið mikið um tapaða bolta þegar við höfum keyrt upp hraðann,“ sagði Arnar. Þurfum að gera betur í líkamlega þættinumÍsland gaf verulega eftir á lokakafla leiksins, sérstaklega í sókninni. „Við megum ekki gleyma þessum slæmu leikjum. Við þurfum að gera betur í þessum líkamlega þætti, hvort sem það er hlaupageta eða líkamsstyrkur. Í seinni hálfleik kom þessi munur í ljós. En ég er gríðarlega stoltur af stelpunum. Við gerum margt ofboðslega vel en eigum enn talsvert í land í þessum þáttum,“ sagði Arnar. Hann hrósaði varnarleik íslenska liðsins sem hélt virkilega vel. „Varnarleikurinn var til fyrirmyndar. Ester [Óskarsdóttir] og Steinunn [Björnsdóttir] voru sterkar og bakverðirnir eru að komast betur inn í þetta. Vörnin okkar er auðvitað svolítið sérstök en við erum að ná betri tökum á henni.“ Arnar fer talsvert brattari frá þessum leik en þeim síðasta. „Eigum við ekki að segja að ég þakki mikið fyrir að hafa fengið þennan leik eftir hinn,“ sagði Arnar og hló. „Við megum samt ekki gleyma leiknum úti í Króatíu og þessum leikjum sem við höfum tapað illa. Við þurfum að læra af þeim.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af framlagi leikmannanna og vinnuseminni. Líka því að svara leiknum erfiða gegn Króatíu,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, eftir tapið fyrir Frakklandi, 17-23, í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland steinlá fyrir Króatíu á miðvikudaginn, 29-21, en spilaði miklu mun betur gegn heims- og Evrópumeisturum Frakklands í dag. Það blés þó ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í upphafi leiks. Tapaðir boltar voru fjölmargir og Frakkar refsuðu með mörkum úr hraðaupphlaupum. „Það hefði verið auðvelt að brotna og fara inn í skelina. En þær sýndu úr hverju þær eru gerðar. Við stóðum vörnina vel og fengum frábæra markvörslu frá Írisi [Björk Símonardóttur],“ sagði Arnar. Ísland skoraði aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi í leiknum í dag en Frakkland sjö. Arnar segir erfitt að ráða við Frakka í þeim þætti leiksins. „Vissulega hefðum við þegið að fá auðveld mörk. En franska liðið hleypur gríðarlega vel fram og aftur og hlaupageta þeirra er gríðarlega mikil. Við höfum líka lagt áherslu á að flýta okkur hægt. Það hefur verið svolítið mikið um tapaða bolta þegar við höfum keyrt upp hraðann,“ sagði Arnar. Þurfum að gera betur í líkamlega þættinumÍsland gaf verulega eftir á lokakafla leiksins, sérstaklega í sókninni. „Við megum ekki gleyma þessum slæmu leikjum. Við þurfum að gera betur í þessum líkamlega þætti, hvort sem það er hlaupageta eða líkamsstyrkur. Í seinni hálfleik kom þessi munur í ljós. En ég er gríðarlega stoltur af stelpunum. Við gerum margt ofboðslega vel en eigum enn talsvert í land í þessum þáttum,“ sagði Arnar. Hann hrósaði varnarleik íslenska liðsins sem hélt virkilega vel. „Varnarleikurinn var til fyrirmyndar. Ester [Óskarsdóttir] og Steinunn [Björnsdóttir] voru sterkar og bakverðirnir eru að komast betur inn í þetta. Vörnin okkar er auðvitað svolítið sérstök en við erum að ná betri tökum á henni.“ Arnar fer talsvert brattari frá þessum leik en þeim síðasta. „Eigum við ekki að segja að ég þakki mikið fyrir að hafa fengið þennan leik eftir hinn,“ sagði Arnar og hló. „Við megum samt ekki gleyma leiknum úti í Króatíu og þessum leikjum sem við höfum tapað illa. Við þurfum að læra af þeim.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30