Handbolti

Janus Daði skrifar undir tveggja ára samning við Göppingen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus Daði Smárason í landsleik en hann færir sig yfir til Þýskalands næsta sumar.
Janus Daði Smárason í landsleik en hann færir sig yfir til Þýskalands næsta sumar. vísir/getty

Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason hefur skrifað undir tveggja ára samning við FRISCH AUF! Göppingen og gengur í raðir liðsins næsta sumar.

Janus hefur leikið með Álaborg síðan 2017 og varð meðal annars tvöfaldur meistari með liðinu á síðustu leiktíð þar sem hann fór á kostum.

Göppingen fylgdist vel með Selfyssingnum og náðu aðilarnir svo saman í sumar eftir að Janus heimsótti félagið í sumar og gekkst undir læknisskoðun.
Ég er glaður að fá tækifærið til þess að spila fyrir Göppingen. Ég vonast til að geta gert mitt til þess að liðið komist í Evrópukeppni, sagði Janus við heimasíðu félagsins.

Janus er ekki fyrsti Íslendingurinn sem spilar með Göppingen en meðal annars hafa Þorbergur Aðalsteinsson, Gunnar Einarsson og Rúnar Sigtryggsson leikið með félaginu.

Göppingen endaði í 8. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og var sex sigum frá Evrópusæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.