Körfubolti

Ninja-höfuðböndin bönnuð í NBA-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jimmy Butler með bandið góða.
Jimmy Butler með bandið góða. vísir/getty
Nokkrir leikmenn NBA-deildarinnar mættu með skemmtileg höfuðbönd til leiks í fyrra. Fljótlega var byrjað að kalla þau „Ninja-höfuðböndin“. Þau heyra nú sögunni til.Fyrir síðasta tímabil voru ekki til neinar reglur um höfuðbúnað leikmanna. Það hafði enginn áhyggjur af því að leikmenn færu að sprella þar. Þar skjátlaðist þeim.Margir unnendur deildarinnar höfðu gaman af þessari nýbreytni. Forráðamenn deildarinnar sáu ekki ástæðu til þess að stöðva þetta fyrr en eftir tímabilið.Liðin fengu svo að vita strax í maí að þessi höfuðbönd væru ekki samþykktur hluti af búningunum næsta vetur.

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.