Fjárfest í hagvexti framtíðar Sigurður Hannesson skrifar 11. september 2019 07:00 Fjárlagafrumvarpið hefur nú verið kynnt og kennir þar ýmissa grasa. Margt er þar jákvætt en annað sem betur mætti fara eins og gengur. Eftir langt hagvaxtarskeið hefur hagkerfið kólnað og þá reynir á hagstjórn. Í þeirri stöðu er ánægjulegt að sjá ríkið fjárfesta í hagvexti framtíðar á næsta ári með áherslu á menntun, nýsköpun og samgönguinnviði. Ríkisfjármálin verða í jafnvægi þó líklega hefði verið rétt að reka ríkissjóð með halla og fjárfesta enn frekar í hagvexti framtíðar. Verðmætasköpun hagkerfisins er drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Það hlýtur að vera markmið allra að efnahagsleg velmegun íbúa hér á landi sé mikil, að Ísland sé eftirsótt land til búsetu og atvinnurekstrar og að landið sé vel tengt við umheiminn í efnahagslegu og samfélagslegu tilliti. Til þess þarf öflugt atvinnulíf og fjárfestingu ríkis í menntun, nýsköpun og innviðum.Sókn í menntamálum Íslensk iðnfyrirtæki skapa um fjórðung landsframleiðslunnar og 30% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Mannauður iðnfyrirtækja er ein af forsendum þessarar verðmætasköpunar en í íslenskum iðnaði starfa um 40 þúsund manns sem er um eitt af hverjum fimm störfum í hagkerfinu. Í ljósi þessa eru umbætur í menntamálum brýnar. Áhersla menntamálaráðherra á starfsnám er því kærkomin enda sárvantar iðnmenntað fólk á íslenskan vinnumarkað. Framlög til framhaldsskólastigsins eru aukin og verða um 36 milljarðar með áherslu á starfsnám. Háskólar fá aukið fjármagn og verður að vona að þeir forgangsraði þeim fjármunum til kennslu og rannsókna í raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði.Mikil aukning í nýsköpun Samtök iðnaðarins vilja að umgjörð og hvatar til nýsköpunar séu með því besta sem þekkist í heiminum. Samtökin vilja að framboð af sérfræðingum í hátækni- og hálaunastörf mæti eftirspurn og íslensk fyrirtæki sjái hag sínum best borgið með því að stunda rannsóknir og þróun hér á landi, enda séu aðstæður og skattalegir hvatar með því sem best gerist. Það er því fagnaðarefni að í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár séu framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina aukin um 11% á milli ára. Það er hlutfallslega mesta raunaukningin í útgjöldum allra málefnasviða á milli ára.Betri samgönguinnviðir Of litlu hefur verið varið til samgönguinnviða á síðastliðnum árum og er svo komið að þörfin fyrir nýfjárfestingar og viðhald hefur verið metin á 280 milljarða króna. Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkomnu frumvarpi til fjárlaga þar sem er rætt um að fjárframlag til málaflokksins verði aukið úr 100 milljörðum í 120 milljarða á árabilinu 2020-2024. Framlög ríkisins til málaflokksins á þessu tímabili mæta því einungis 43% af þörf. Traustir og öflugir samgönguinnviðir leggja grunn að verðmætasköpun í samfélaginu. Lykilútflutningsgreinar eins og iðnaður, sjávarútvegur og ferðaþjónusta reiða sig á innviði landsins til að afla þjóðarbúinu tekna. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni samkeppnishæfni þjóðarbúsins, aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Arðsemi innviðafjárfestinga fyrir samfélagið getur verið mjög mikil ef rétt er á haldið. Ríkisstjórn sem hefur mikilvægi innviða að leiðarljósi er líkleg til að tryggja samkeppnishæft atvinnulíf og góð efnahagsleg lífskjör. Með auknum fjárframlögum til þessara þriggja mikilvægu málaflokka, innviða, menntunar og nýsköpunar, eru byggðar sterkari stoðir fyrir verðmætasköpun og fjárfest í hagvexti framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Sigurður Hannesson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið hefur nú verið kynnt og kennir þar ýmissa grasa. Margt er þar jákvætt en annað sem betur mætti fara eins og gengur. Eftir langt hagvaxtarskeið hefur hagkerfið kólnað og þá reynir á hagstjórn. Í þeirri stöðu er ánægjulegt að sjá ríkið fjárfesta í hagvexti framtíðar á næsta ári með áherslu á menntun, nýsköpun og samgönguinnviði. Ríkisfjármálin verða í jafnvægi þó líklega hefði verið rétt að reka ríkissjóð með halla og fjárfesta enn frekar í hagvexti framtíðar. Verðmætasköpun hagkerfisins er drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Það hlýtur að vera markmið allra að efnahagsleg velmegun íbúa hér á landi sé mikil, að Ísland sé eftirsótt land til búsetu og atvinnurekstrar og að landið sé vel tengt við umheiminn í efnahagslegu og samfélagslegu tilliti. Til þess þarf öflugt atvinnulíf og fjárfestingu ríkis í menntun, nýsköpun og innviðum.Sókn í menntamálum Íslensk iðnfyrirtæki skapa um fjórðung landsframleiðslunnar og 30% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Mannauður iðnfyrirtækja er ein af forsendum þessarar verðmætasköpunar en í íslenskum iðnaði starfa um 40 þúsund manns sem er um eitt af hverjum fimm störfum í hagkerfinu. Í ljósi þessa eru umbætur í menntamálum brýnar. Áhersla menntamálaráðherra á starfsnám er því kærkomin enda sárvantar iðnmenntað fólk á íslenskan vinnumarkað. Framlög til framhaldsskólastigsins eru aukin og verða um 36 milljarðar með áherslu á starfsnám. Háskólar fá aukið fjármagn og verður að vona að þeir forgangsraði þeim fjármunum til kennslu og rannsókna í raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði.Mikil aukning í nýsköpun Samtök iðnaðarins vilja að umgjörð og hvatar til nýsköpunar séu með því besta sem þekkist í heiminum. Samtökin vilja að framboð af sérfræðingum í hátækni- og hálaunastörf mæti eftirspurn og íslensk fyrirtæki sjái hag sínum best borgið með því að stunda rannsóknir og þróun hér á landi, enda séu aðstæður og skattalegir hvatar með því sem best gerist. Það er því fagnaðarefni að í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár séu framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina aukin um 11% á milli ára. Það er hlutfallslega mesta raunaukningin í útgjöldum allra málefnasviða á milli ára.Betri samgönguinnviðir Of litlu hefur verið varið til samgönguinnviða á síðastliðnum árum og er svo komið að þörfin fyrir nýfjárfestingar og viðhald hefur verið metin á 280 milljarða króna. Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkomnu frumvarpi til fjárlaga þar sem er rætt um að fjárframlag til málaflokksins verði aukið úr 100 milljörðum í 120 milljarða á árabilinu 2020-2024. Framlög ríkisins til málaflokksins á þessu tímabili mæta því einungis 43% af þörf. Traustir og öflugir samgönguinnviðir leggja grunn að verðmætasköpun í samfélaginu. Lykilútflutningsgreinar eins og iðnaður, sjávarútvegur og ferðaþjónusta reiða sig á innviði landsins til að afla þjóðarbúinu tekna. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni samkeppnishæfni þjóðarbúsins, aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Arðsemi innviðafjárfestinga fyrir samfélagið getur verið mjög mikil ef rétt er á haldið. Ríkisstjórn sem hefur mikilvægi innviða að leiðarljósi er líkleg til að tryggja samkeppnishæft atvinnulíf og góð efnahagsleg lífskjör. Með auknum fjárframlögum til þessara þriggja mikilvægu málaflokka, innviða, menntunar og nýsköpunar, eru byggðar sterkari stoðir fyrir verðmætasköpun og fjárfest í hagvexti framtíðarinnar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun