Handbolti

Seinni bylgjan: Sjúkraþjálfarinn lenti í blásaranum

Seinni bylgjan fór af stað af fullum krafti í gær þegar Henry Birgir Gunnarsson og félagar fóru yfir fyrstu umferð Olísdeildar karla.

Sérfræðingarnir ræddu hin ýmsu málefni en það var þó ekki allt á alvarlegu nótunum því í liðnum Hvað ertu að gera, maður? voru tekin saman nokkur skemmtileg atvik úr leikjum vikunnar.

Það voru misheppnaðar sendingar og skot, sjúkraþjálfari sem fékk hálfgerða hárþurrkumeðferð og vítadómur eftir að samherjar klesstu á hvorn annan.

Þessa skemmtilegu syrpu má sjá hér að ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.