Körfubolti

Danero Thomas í Hamar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Thomas í leik með Tindastól.
Thomas í leik með Tindastól. Vísir/Bára

Danero Thomas gengur til liðs við Hamar í 1. deildinni eftir að hafa leikið með Tindastól í Dominos deildinni á síðustu leiktíð.

Þar gerði hann að meðaltali 13 stig í leik ásamt því að taka sex fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Þá var hann valinn í íslenska landsliðið í fyrsta skipti á síðasta ári.

Hamar, sem er staðsett í Hveragerði, er fjórða lið Thomas á Íslandi en áður hefur hann leikið með Þór Akureyri, ÍR og Tindastól. Það er því ljóst að Thomas leggur  það ekki fyrir sig að leggja land undir fót.

Thomas hefur nú þegar leikið einn æfingaleik með Hamri en hann gerði 18 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa fimm stoðsendingar í 102-62 sigri Hamars á Skallagrím.

Karfan.is greinir frá. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.