Justin Gaethje kláraði kúrekann í 1. lotu Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. september 2019 04:20 Justin Gaethje ósáttur með dómarann. Vísir/Getty UFC heimsótti Vancouver í Kanada í nótt þar sem þeir Justin Gaethje og Donald Cerrone mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardaginn fór fram í léttvigt en þetta var fjórði bardaginn á árinu hjá Donald ‘Cowboy’ Cerrone. Mikil eftirvænting ríkti fyrir aðalbardaganum enda tveir skemmtilegir bardagamenn að mætast. Gaethje hefur orðið skynsamari bardagamaður á síðustu árum. Gaethje náði nokkrum gagnhöggum gegn stungu Cerrone og þá helst með yfirhandar hægri. Gaethje kýldi Cerrone niður með yfirhandar hægri og fylgdi því eftir með nokkrum höggum sem felldu Cerrone. Dómarinn var hikandi að stöðva bardagann en Gaethje kláraði bardagann með nokkrum höggum í viðbót í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje blótaði dómaranum fyrir að vera of seinn að stöðva bardagann. Þetta var þriðji sigur Gaethje í röð og hefur hann klárað þá alla í 1. lotu. Aðspurður um sinn næsta bardaga hafði Gaethje engan áhuga á að mæta Conor McGregor og vildi bara mæta alvöru bardagamönnum eins og léttvigtarmeistaranum Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson. Þeir Cerrone og Gaethje skildu sáttir að leikslokum enda var ekkert nema vinsemd og virðing á milli þeirra fyrir og eftir bardagann. Tristan Connelly var einn af sigurvegurum kvöldsins en hann sigraði Michel Pereira eftir dómaraákvörðun. Connelly tók bardagann með fimm daga fyrirvara og það í flokki fyrir ofan sig. Stuðullinn á sigri hjá Connelly var hár en hann lét það ekki hafa mikil áhrif á sig. Pereira dansaði inn í búrið og tók alls konar heljarstökk fram og til baka í bardaganum til að skemmta áhorfendum. Allt þetta tók sinn toll á Pereira og var hann orðinn þreytulegur þegar 1. lota var rétt svo hálfnuð. Connelly varð betri eftir því sem á leið en Pereira hélt áfram að gefa eftir. Connelly sigraði eftir dómaraákvörðun við mikinn fögnuð áhorfenda. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Ávísun á fjör í Kanada í nótt UFC er með bardagakvöld í Vancouver í Kanada í nótt. Þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins en það þarf ekki annað en að nefna þessa menn á nafn til að gera bardagaaðdáendur spennta. 14. september 2019 09:00 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira
UFC heimsótti Vancouver í Kanada í nótt þar sem þeir Justin Gaethje og Donald Cerrone mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardaginn fór fram í léttvigt en þetta var fjórði bardaginn á árinu hjá Donald ‘Cowboy’ Cerrone. Mikil eftirvænting ríkti fyrir aðalbardaganum enda tveir skemmtilegir bardagamenn að mætast. Gaethje hefur orðið skynsamari bardagamaður á síðustu árum. Gaethje náði nokkrum gagnhöggum gegn stungu Cerrone og þá helst með yfirhandar hægri. Gaethje kýldi Cerrone niður með yfirhandar hægri og fylgdi því eftir með nokkrum höggum sem felldu Cerrone. Dómarinn var hikandi að stöðva bardagann en Gaethje kláraði bardagann með nokkrum höggum í viðbót í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje blótaði dómaranum fyrir að vera of seinn að stöðva bardagann. Þetta var þriðji sigur Gaethje í röð og hefur hann klárað þá alla í 1. lotu. Aðspurður um sinn næsta bardaga hafði Gaethje engan áhuga á að mæta Conor McGregor og vildi bara mæta alvöru bardagamönnum eins og léttvigtarmeistaranum Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson. Þeir Cerrone og Gaethje skildu sáttir að leikslokum enda var ekkert nema vinsemd og virðing á milli þeirra fyrir og eftir bardagann. Tristan Connelly var einn af sigurvegurum kvöldsins en hann sigraði Michel Pereira eftir dómaraákvörðun. Connelly tók bardagann með fimm daga fyrirvara og það í flokki fyrir ofan sig. Stuðullinn á sigri hjá Connelly var hár en hann lét það ekki hafa mikil áhrif á sig. Pereira dansaði inn í búrið og tók alls konar heljarstökk fram og til baka í bardaganum til að skemmta áhorfendum. Allt þetta tók sinn toll á Pereira og var hann orðinn þreytulegur þegar 1. lota var rétt svo hálfnuð. Connelly varð betri eftir því sem á leið en Pereira hélt áfram að gefa eftir. Connelly sigraði eftir dómaraákvörðun við mikinn fögnuð áhorfenda. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Ávísun á fjör í Kanada í nótt UFC er með bardagakvöld í Vancouver í Kanada í nótt. Þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins en það þarf ekki annað en að nefna þessa menn á nafn til að gera bardagaaðdáendur spennta. 14. september 2019 09:00 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira
Ávísun á fjör í Kanada í nótt UFC er með bardagakvöld í Vancouver í Kanada í nótt. Þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins en það þarf ekki annað en að nefna þessa menn á nafn til að gera bardagaaðdáendur spennta. 14. september 2019 09:00