Áfengið sótt yfir lækinn Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. september 2019 08:00 Kaupmaðurinn á horninu er einn þeirra sem geta dregið úr bílaumferð. Bent hefur verið á að höfuðborgarbúar muni í ár sóa níu milljón klukkustundum í umferðartafir í borginni, svo ekki sé minnst á þau áhrif sem vitað er að bílaumferð hefur á umhverfið. Forsenda þess að kaupmaðurinn geti dregið úr samgönguvandanum er að stefna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að dagleg verslun og þjónusta sé sem næst íbúunum, svo þeir geti sótt það helsta án þess að ræsa bifreið, nái fram að ganga. Ein algeng neysluvara er hins vegar af óskiljanlegum ástæðum eingöngu seld af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem virðist hvorki hirða um skynsemi né skipulag í rekstri sínum. Fyrir þinginu liggur nú frumvarp um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali þegar hið opinbera opnar nýja áfengisverslun. ÁTVR hefur hingað til haft allt um það að segja hvar áfengisverslanir eru staðsettar án þess að hafa samráð við handhafa skipulagsvaldsins, sem eru sveitarfélögin. Skemmst er að minnast þess þegar ÁTVR lokaði verslun sinni í miðbæ Garðabæjar og opnaði nýja verslun í Kauptúni við Costco, þvert á stefnu bæjarstjórnar. ÁTVR hefur ítrekað opnað nýjar búðir við stofnbrautir frekar en að sækja inn í hverfin. Það er sérstaklega furðulegt í ljósi framsækinnar stefnu ÁTVR í umhverfismálum að verslunin beini fólki með svo afgerandi hætti að því að nota einkabílinn. Frumvarpið er eðlilegt skref í átt að nútímanum. Sjálfbærum hverfum þar sem má sækja helstu neysluvörur með því að hjóla eða ganga stutta vegalengd. Enn eðlilegra skref væri að gera sölu áfengis frjálsa, enda fráleitt að ríkið standi yfirhöfuð í verslunarrekstri. Ríkið getur þó skapað skilyrði fyrir rekstrinum og sett umgjörð með reglugerð. Frelsi og lýðheilsa eru ekki andstæður. Reykingafólki fækkar, þótt tóbakssala sé frjáls. Lýðheilsumarkmiðum má vel ná fram samfara því að sala áfengis verði frjáls. Þótt áfengi verði selt í verslun kaupmannsins á horninu, eru áfengisgjöld áfram há, salan háð ströngum skilyrðum frá hinu opinbera og enn þurfa allir að hafa náð tvítugsaldri til að fá að kaupa vín. Margir, sem ekki mega heyra minnst á frjálsa sölu áfengis, nefna að aukið aðgengi kalli á aukna neyslu. Reynslan sýnir að margir þættir geta leitt til meiri drykkju, til dæmis aukin velmegun. Rökin falla svo um sjálf sig þegar sölustöðum áfengis fjölgar gríðarlega ár frá ári en samt minnkar drykkja ungmenna. Lýðheilsumarkmiðum er hægt að ná þótt frjáls verslun og eðlilegt samkeppnisumhverfi fái að þrífast hér á landi. Verslun er skipulagsmál og liður í því að styrkja nærumhverfi borgaranna. Þar eiga almannahagsmunir og framtíðarsýn að ráða för, ekki skammtímasjónarmið úreltrar einokunarverslunar í ríkiseigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Reykjavík Samgöngur Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kaupmaðurinn á horninu er einn þeirra sem geta dregið úr bílaumferð. Bent hefur verið á að höfuðborgarbúar muni í ár sóa níu milljón klukkustundum í umferðartafir í borginni, svo ekki sé minnst á þau áhrif sem vitað er að bílaumferð hefur á umhverfið. Forsenda þess að kaupmaðurinn geti dregið úr samgönguvandanum er að stefna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að dagleg verslun og þjónusta sé sem næst íbúunum, svo þeir geti sótt það helsta án þess að ræsa bifreið, nái fram að ganga. Ein algeng neysluvara er hins vegar af óskiljanlegum ástæðum eingöngu seld af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem virðist hvorki hirða um skynsemi né skipulag í rekstri sínum. Fyrir þinginu liggur nú frumvarp um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali þegar hið opinbera opnar nýja áfengisverslun. ÁTVR hefur hingað til haft allt um það að segja hvar áfengisverslanir eru staðsettar án þess að hafa samráð við handhafa skipulagsvaldsins, sem eru sveitarfélögin. Skemmst er að minnast þess þegar ÁTVR lokaði verslun sinni í miðbæ Garðabæjar og opnaði nýja verslun í Kauptúni við Costco, þvert á stefnu bæjarstjórnar. ÁTVR hefur ítrekað opnað nýjar búðir við stofnbrautir frekar en að sækja inn í hverfin. Það er sérstaklega furðulegt í ljósi framsækinnar stefnu ÁTVR í umhverfismálum að verslunin beini fólki með svo afgerandi hætti að því að nota einkabílinn. Frumvarpið er eðlilegt skref í átt að nútímanum. Sjálfbærum hverfum þar sem má sækja helstu neysluvörur með því að hjóla eða ganga stutta vegalengd. Enn eðlilegra skref væri að gera sölu áfengis frjálsa, enda fráleitt að ríkið standi yfirhöfuð í verslunarrekstri. Ríkið getur þó skapað skilyrði fyrir rekstrinum og sett umgjörð með reglugerð. Frelsi og lýðheilsa eru ekki andstæður. Reykingafólki fækkar, þótt tóbakssala sé frjáls. Lýðheilsumarkmiðum má vel ná fram samfara því að sala áfengis verði frjáls. Þótt áfengi verði selt í verslun kaupmannsins á horninu, eru áfengisgjöld áfram há, salan háð ströngum skilyrðum frá hinu opinbera og enn þurfa allir að hafa náð tvítugsaldri til að fá að kaupa vín. Margir, sem ekki mega heyra minnst á frjálsa sölu áfengis, nefna að aukið aðgengi kalli á aukna neyslu. Reynslan sýnir að margir þættir geta leitt til meiri drykkju, til dæmis aukin velmegun. Rökin falla svo um sjálf sig þegar sölustöðum áfengis fjölgar gríðarlega ár frá ári en samt minnkar drykkja ungmenna. Lýðheilsumarkmiðum er hægt að ná þótt frjáls verslun og eðlilegt samkeppnisumhverfi fái að þrífast hér á landi. Verslun er skipulagsmál og liður í því að styrkja nærumhverfi borgaranna. Þar eiga almannahagsmunir og framtíðarsýn að ráða för, ekki skammtímasjónarmið úreltrar einokunarverslunar í ríkiseigu.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar