Bíó og sjónvarp

Stikla úr End of Sentence frumsýnd á Vísi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórleikarinn John Hawkes fer með hlutverk í myndinni.
Stórleikarinn John Hawkes fer með hlutverk í myndinni.
Kvikmyndin End of Sentence verður opnunarmynd RIFF á þessu ári og verður heimsfrumsýnd þar þann 26. september og almennar sýningar hefjast þann 27. september. Myndin verður svo sýnd í Grikklandi og Þýskalandi í kjölfarið. End of Sentence er eftir íslenska leikstjórann Elfar Aðalsteins.Kvikmyndin skartar virtum og reynslumiklum Hollywood leikurum, þeim John Hawkes, sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna, og Logan Lerman, sem hefur leikið í fjölmörgum stórmyndum eins og The Perks of Being a Wallflower.End of Sentence er fyrsta mynd Elfars í fullri lengd, en stuttmynd hans Sailcloth hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin á RIFF árið 2011, auk þess að vinna Edduverðlaunin sem stuttmynd ársins 2012. Hún var líka lokaúrtak BAFTA- og Óskarsverðlauna það árið.Vísir frumsýnir í dag nýja stiklu úr kvikmyndinni sem sjá má hér að neðan.

Klippa: End of Sentence - sýnishorn

Tengdar fréttir

Heimsþekktur leikari á RIFF

Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26. september til 6. október.

Eskfirðingurinn filmandi kemur heim

Kvikmyndin End of Sentence eftir Elfar Aðalsteins verður frumsýnd á RIFF í haust. Leikstjórinn hefur lengi búið erlendis en er að flytja heim og undirbýr gerð íslenskrar stórmyndar ásamt leikaranum Ólafi Darra.

End of Sentence sýnd á RIFF

Kvikmynd Elfars Aðalsteins, End of Sentence, mun opna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, í ár. Frumsýning verður 26. september. Kvikmyndin skartar virtum og reynslumiklum Hollywood-leikurum, þeim John Hawkes,­ sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna, og Logan Lerman, sem hefur leikið í fjölmörgum stórmyndum þrátt fyrir ungan aldur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.