Bíó og sjónvarp

Stikla úr End of Sentence frumsýnd á Vísi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórleikarinn John Hawkes fer með hlutverk í myndinni.
Stórleikarinn John Hawkes fer með hlutverk í myndinni.
Kvikmyndin End of Sentence verður opnunarmynd RIFF á þessu ári og verður heimsfrumsýnd þar þann 26. september og almennar sýningar hefjast þann 27. september. Myndin verður svo sýnd í Grikklandi og Þýskalandi í kjölfarið. End of Sentence er eftir íslenska leikstjórann Elfar Aðalsteins.

Kvikmyndin skartar virtum og reynslumiklum Hollywood leikurum, þeim John Hawkes, sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna, og Logan Lerman, sem hefur leikið í fjölmörgum stórmyndum eins og The Perks of Being a Wallflower.

End of Sentence er fyrsta mynd Elfars í fullri lengd, en stuttmynd hans Sailcloth hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin á RIFF árið 2011, auk þess að vinna Edduverðlaunin sem stuttmynd ársins 2012. Hún var líka lokaúrtak BAFTA- og Óskarsverðlauna það árið.

Vísir frumsýnir í dag nýja stiklu úr kvikmyndinni sem sjá má hér að neðan.

Klippa: End of Sentence - sýnishorn

Tengdar fréttir

Heimsþekktur leikari á RIFF

Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26. september til 6. október.

Eskfirðingurinn filmandi kemur heim

Kvikmyndin End of Sentence eftir Elfar Aðalsteins verður frumsýnd á RIFF í haust. Leikstjórinn hefur lengi búið erlendis en er að flytja heim og undirbýr gerð íslenskrar stórmyndar ásamt leikaranum Ólafi Darra.

End of Sentence sýnd á RIFF

Kvikmynd Elfars Aðalsteins, End of Sentence, mun opna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, í ár. Frumsýning verður 26. september. Kvikmyndin skartar virtum og reynslumiklum Hollywood-leikurum, þeim John Hawkes,­ sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna, og Logan Lerman, sem hefur leikið í fjölmörgum stórmyndum þrátt fyrir ungan aldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×