Lífið

Salka Sól tók það mjög inn á sig að fá gagnrýni fyrir rappið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnar Freyr og Salka gengu í það heilaga í sumar.
Arnar Freyr og Salka gengu í það heilaga í sumar. FBL/Anton Brink

„Einu sinni sagði uppistandari á Twitter að rappið mitt væri það versta sem hafði komið fyrir íslenska menningu.“

Svona hefst tíst frá söng- og leikkonunni Sölku Sól Eyfeld frá því í gær. Ástæðan fyrir tístinu er án efa umræðan sem skapaðist um Reykjavíkurdætur í gær en gert er grín á þeirra kostnað í nýju uppistandi Björns Braga og Önnu Svövu.

„Ég man hvað ég tók það inn á mig að fór að missa áhugann á því að rappa. Gerði ekkert rapp þangað til Falafel með Arnari síðasta sumar,“ segir Salka sem rappar með eiginmanni sínum Arnari Frey Frostasyni í laginu Falafel.

„Ég þorði ekki að viðurkenna hvað ég varð í raun sár yfir þessum ummælum og vildi að ég hefði verið sterkari á þessum tíma og bara leitt þetta framhjá mér.“

.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.