Lífið

Svona var Miss Universe Iceland valin

Birgir Olgeirsson skrifar
Topp fimm hópurinn. Kolfinna Austfjörð, Hugrún Birta Egilsdóttir, Birta Abiba Þórhallsdóttir, Hulda Vigdísardóttir og Elísabet Hulda Snorradóttir.
Topp fimm hópurinn. Kolfinna Austfjörð, Hugrún Birta Egilsdóttir, Birta Abiba Þórhallsdóttir, Hulda Vigdísardóttir og Elísabet Hulda Snorradóttir. Miss Universe Iceland
Það var mikið um dýrðir þegar Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Birta Abiba verður fulltrúi Íslands keppninni Miss Universe ytra en 21 stúlka keppti um að hreppa þá útnefningu í gærkvöldi.

Var keppnin í beinni útsendingu á Vísi en hér fyrir neðan má sjá samantekt á keppninni þar sem keppendur þurftu að koma fram í sundfötum og kjólum ásamt því að sitja fyrir svörum.

En byrjum á upphafsatriðinu:

Hér er myndband frá gærkvöldinu þar sem hver keppandi fékk 30 sekúndur til að kynna sig:

Hér má sjá keppendur koma fram í sundfötum:

Hér má sjá keppendur koma fram í kjólum:

Eva Ruza fór á kostum sem kynnir á Miss Universe Iceland og mætti til leiks í miklu stuði.

Þeir keppendur sem komust í lokaúrtakið sátu fyrir svörum en það má sjá hér:

Hér má sjá þegar aukatitlarnir voru afhentir, Reebok Fitness verðlaunin, Miss Congeniality, Director’s verðlaunin, Fitness Sport verðlaunin, Miss Modus Hair verðlaunin og Miss Max Factor Iceland verðlaunin.

Þá var komið að dramatíkinni þar sem Birta Abiba var loks útnefnd Miss Universe Iceland:

Birta ræddi við Vísi eftir keppnina þar sem hún sagði þetta ferli hafa reynst ansi magnað fyrir hana. Birta hefur mátt þola það að verða fyrir kynþáttafordómum á Íslandi en hún sagðist hafa náð að koma þeim boðskap til skila að allir væru fallegir sem hvernig þeir líta út.

Þá voru Hugrún Birta Egilsdóttir, Miss Supernational og Hulda Vigdísardóttir, Queen Beauty,  voru teknar tali eftir keppni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.