Enski boltinn

Annað loforð frá Gary Lineker ef LCFC verður meistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Lineker.
Gary Lineker. vísir/getty
Leicester City hefur byrjað vel í ensku úrvalsdeildinni og er í þriðja sætinu á eftir Liverpool og Manchester City eftir fyrstu þrjár umferðirnar.Leicester City gerði jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum en fagnaði öðrum sigurleiknum í röð á móti Bournemouth um helgina.Leicester kom öllum á óvart tímabilið 2015-16 þegar liðið vann enska meistaratitilinn en er annað ævintýri kannski í uppsiglingu.Þá fékk loforð frá fyrrum leikmanni Leicester City mikla fjölmiðlaathygli.Gary Lineker er allt í öllu Match of the Day markaþætti ensku úrvalsdeildarinnar á BBC One. Fyrir fjórum árum lofaði hann að mæta í settið á nærbuxunum sem hann stóð síðan við.Eftir þennan 3-1 sigur hjá Leicester City um helgina ákvað Gary Lineker að gefa annað loforð eins og sjá má hér fyrir neðan.Gary Lineker hefur lofað því að snoða sig og mæta þannig til leiks í fyrsta þáttinn á næsta tímabili ef að Leicester City verður enskur meistari.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.