Hagsmunir Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. september 2019 07:00 Umræða um varnarmál og hlutverk varnarsvæðisins í Keflavík hefur að undanförnu skotið upp kollinum. Tengist hún bæði vaxandi áhuga stórveldanna á norðurslóðum og fyrirhugaðri uppbyggingu Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Það er óhætt að taka undir hugmyndir Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að Alþingi eigi síðasta orðið í þessum málum en hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis. Það getur ekki talist annað en eðlilegt að lýðræðisleg umræða eigi sér stað um þessi mál. Utanríkisráðuneytið lét í vor framkvæma viðamikla könnun um viðhorf til utanríkismála. Almennt eru Íslendingar jákvæðir gagnvart alþjóðasamstarfi en áberandi mestur stuðningur er við norrænt samstarf. Þá er einnig mikill stuðningur við aðild að Sameinuðu þjóðunum, Mannréttindaráði SÞ og Norðurskautsráðinu. Minnstur stuðningur mælist hins vegar við varnarsamstarf Íslands við Bandaríkin. Rúm 37 prósent eru jákvæð út í samstarfið en tæp 28 prósent neikvæð og um 35 prósent hlutlaus. Stuðningur við aðild Íslands að NATO er öllu meiri en tæplega helmingur þjóðarinnar er jákvæður gagnvart henni. Tæpur þriðjungur er hlutlaust og tæpur fimmtungur er neikvæður. Samt njóta aðeins varnarsamstarf við Bandaríkin og þátttaka í starfi Alþjóðabankans minni stuðnings en aðildin að NATO af þeim tíu samstarfsvettvöngum sem spurt var um. Þótt ekki sé meirihlutastuðningur við útgöngu úr NATO er ljóst að Íslendingar vilja fara varlega í uppbyggingu hernaðarmannvirkja. Umræða um varnarmál á Alþingi hefur frá því að herinn yfirgaf landið 2006 verið takmörkuð. Vonandi mun frumvarp Kolbeins verða tekið á dagskrá strax í haust og málefnaleg umræða fara fram um kosti og galla núverandi fyrirkomulags. Sökum herleysis mun Ísland aldrei verða fullgildur aðili að NATO í raun. Spyrja má hvort Ísland gæti náð fram sínum markmiðum í varnarmálum án fullgildrar aðildar. Það má ekki gera lítið úr nauðsyn alþjóðlegrar samvinnu í öryggis- og varnarmálum þótt ógnirnar séu aðrar en á tímum kalda stríðsins. Sífellt meiri umræða og kraftur hefur á undanförnum árum færst í norræna samvinnu á þessu sviði. Þar eigum við Íslendingar að taka þátt af fullum krafti. Finnar og Svíar eru ekki aðilar að NATO en vinna engu að síður náið með bandalaginu. Fræg eru ummæli Henry John Temple, sem varð tvisvar forsætisráðherra Bretlands á Viktoríutímanum, um að þjóðir eigi enga varanlega vini eða bandamenn, aðeins varanlega hagsmuni. Þessi sömu ummæli hafa einnig verið höfð eftir Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006 þrátt fyrir óskir þáverandi ríkisstjórnar um annað. Sú ákvörðun snerist um bandaríska hagsmuni sem skiljanlegt er. Þetta þarf að hafa í huga komi fram óskir frá bandarískum stjórnvöldum um enn frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja eða viðveru hermanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Umræða um varnarmál og hlutverk varnarsvæðisins í Keflavík hefur að undanförnu skotið upp kollinum. Tengist hún bæði vaxandi áhuga stórveldanna á norðurslóðum og fyrirhugaðri uppbyggingu Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Það er óhætt að taka undir hugmyndir Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að Alþingi eigi síðasta orðið í þessum málum en hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis. Það getur ekki talist annað en eðlilegt að lýðræðisleg umræða eigi sér stað um þessi mál. Utanríkisráðuneytið lét í vor framkvæma viðamikla könnun um viðhorf til utanríkismála. Almennt eru Íslendingar jákvæðir gagnvart alþjóðasamstarfi en áberandi mestur stuðningur er við norrænt samstarf. Þá er einnig mikill stuðningur við aðild að Sameinuðu þjóðunum, Mannréttindaráði SÞ og Norðurskautsráðinu. Minnstur stuðningur mælist hins vegar við varnarsamstarf Íslands við Bandaríkin. Rúm 37 prósent eru jákvæð út í samstarfið en tæp 28 prósent neikvæð og um 35 prósent hlutlaus. Stuðningur við aðild Íslands að NATO er öllu meiri en tæplega helmingur þjóðarinnar er jákvæður gagnvart henni. Tæpur þriðjungur er hlutlaust og tæpur fimmtungur er neikvæður. Samt njóta aðeins varnarsamstarf við Bandaríkin og þátttaka í starfi Alþjóðabankans minni stuðnings en aðildin að NATO af þeim tíu samstarfsvettvöngum sem spurt var um. Þótt ekki sé meirihlutastuðningur við útgöngu úr NATO er ljóst að Íslendingar vilja fara varlega í uppbyggingu hernaðarmannvirkja. Umræða um varnarmál á Alþingi hefur frá því að herinn yfirgaf landið 2006 verið takmörkuð. Vonandi mun frumvarp Kolbeins verða tekið á dagskrá strax í haust og málefnaleg umræða fara fram um kosti og galla núverandi fyrirkomulags. Sökum herleysis mun Ísland aldrei verða fullgildur aðili að NATO í raun. Spyrja má hvort Ísland gæti náð fram sínum markmiðum í varnarmálum án fullgildrar aðildar. Það má ekki gera lítið úr nauðsyn alþjóðlegrar samvinnu í öryggis- og varnarmálum þótt ógnirnar séu aðrar en á tímum kalda stríðsins. Sífellt meiri umræða og kraftur hefur á undanförnum árum færst í norræna samvinnu á þessu sviði. Þar eigum við Íslendingar að taka þátt af fullum krafti. Finnar og Svíar eru ekki aðilar að NATO en vinna engu að síður náið með bandalaginu. Fræg eru ummæli Henry John Temple, sem varð tvisvar forsætisráðherra Bretlands á Viktoríutímanum, um að þjóðir eigi enga varanlega vini eða bandamenn, aðeins varanlega hagsmuni. Þessi sömu ummæli hafa einnig verið höfð eftir Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006 þrátt fyrir óskir þáverandi ríkisstjórnar um annað. Sú ákvörðun snerist um bandaríska hagsmuni sem skiljanlegt er. Þetta þarf að hafa í huga komi fram óskir frá bandarískum stjórnvöldum um enn frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja eða viðveru hermanna.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar