Regnbogafánar í rigningu við Höfða Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 4. september 2019 12:09 Fánarnir sex sem Advania dróg að húni í morgun. Vísir/Vilhelm Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. Höfuðstöðvarnar eru við hlið Höfða þar sem Mike Pence fundar með viðskiptafólki og utanríkisráðherra í dag. „Það mátti nú sjá þennan fána blakta við hún hjá opinberum stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum út um allan bæ fyrir nokkrum dögum. Af hverju er þessi dagur eitthvað öðruvísi en aðrir dagar. Við styðjum réttindabaráttu samkynhneigðra alla daga, ekki bara suma daga,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. „Við flögguðum ekki á hinsegin dögum og okkur fannst að við ættum að að gera það núna. Það er alltaf gleði hjá okkur.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður er meðal þeirra sem hrósað hafa Advania fyrir framtakið. Sömuleiðis sjónvarpskonan Sirrý Arnardóttir. Afstaða Mike Pence til hinsegin fólks hefur vakið athygli undanfarin ár. Hann hefur líst sig andsnúinn hjónaböndum samkynhneigðra, gagnrýnt löggjöf sem vernda á hinsegin fólk fyrir hatursglæpum og fengið transfólk rekið úr bandaríska hernum með breyttum reglum. Þá hefur hann mælt með afhommunaraðferðum. „Við vonum að þeir sem bera þessa fána augum talki því ekki illa. Þetta er bara fáni og við erum sú þjóð sem að er með hæsta hlutfall allra sem taka þátt í Gay Pride á hverju ári. Við eigum ekki bara að styðja réttindabaráttuna á tylidögum er það?“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, fagnar viðbrögðum. Félagið hafi hvatt fólk til að flagga fánum ef þau gætu. „Ég er svo ógeðslega ánægð með að fólk sé að sína samstöðu á þennan hátt. Hann náttúrulega kemst ekki hjá því að sjá þetta, sem er mjög gleðilegt,“ segir Þorbjörg. „Það skiptir okkur rosalega miklu máli að finna þessa velvild og samstöðu.“ Sex fánar eru dregnir að húni á bílastæðaplani Advania en auk þess má sjá fána í gluggum á húsi fyrirtækisins. Reykjavík is getting ready for your visit, @VP! #blessPence pic.twitter.com/GLCvnruxFI— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) September 4, 2019 Þá má finna fána víðar í bænum, meðal annars í Sætúni þar sem ASÍ og Efling eru til húsa ásamt fleirum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, fagnar áhuga sem fyrirtæki hafi sýnt á að fá regnbogafána í morgun. „Starfsmaður Advania brunaði á hjólinu sínu til okkar og sótti fána. Það er mikil gleði hjá starfsfólkinu þar. Það veit ég því tengdamamma vinnur þarna,“ segir Daníel. Þá hafi hann heyrt af áhuga hjá Arion banka, sem er með höfuðstöðvar í Borgartúni, og sömuleiðis hjá Ríkiskaupum sem eru við hlið Advania. „Mér finnst þetta bara ótrúlega gaman.“ Regnbogafáninn fagnaði fjörutíu ára afmæli í fyrra. Gilbert nokkur Baker, íbúi í San Francisco í Kaliforníu, hannaði fánann og saumaði árið 1978. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Fyrir þetta framtak sitt hefur Gilbert Baker stundum verið kallaður Betsy Ross samkynhneigðra, en hún saumaði fyrsta fána Bandaríkjanna. Nánari upplýsingar á vef Hinsegin daga. Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. Höfuðstöðvarnar eru við hlið Höfða þar sem Mike Pence fundar með viðskiptafólki og utanríkisráðherra í dag. „Það mátti nú sjá þennan fána blakta við hún hjá opinberum stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum út um allan bæ fyrir nokkrum dögum. Af hverju er þessi dagur eitthvað öðruvísi en aðrir dagar. Við styðjum réttindabaráttu samkynhneigðra alla daga, ekki bara suma daga,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. „Við flögguðum ekki á hinsegin dögum og okkur fannst að við ættum að að gera það núna. Það er alltaf gleði hjá okkur.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður er meðal þeirra sem hrósað hafa Advania fyrir framtakið. Sömuleiðis sjónvarpskonan Sirrý Arnardóttir. Afstaða Mike Pence til hinsegin fólks hefur vakið athygli undanfarin ár. Hann hefur líst sig andsnúinn hjónaböndum samkynhneigðra, gagnrýnt löggjöf sem vernda á hinsegin fólk fyrir hatursglæpum og fengið transfólk rekið úr bandaríska hernum með breyttum reglum. Þá hefur hann mælt með afhommunaraðferðum. „Við vonum að þeir sem bera þessa fána augum talki því ekki illa. Þetta er bara fáni og við erum sú þjóð sem að er með hæsta hlutfall allra sem taka þátt í Gay Pride á hverju ári. Við eigum ekki bara að styðja réttindabaráttuna á tylidögum er það?“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, fagnar viðbrögðum. Félagið hafi hvatt fólk til að flagga fánum ef þau gætu. „Ég er svo ógeðslega ánægð með að fólk sé að sína samstöðu á þennan hátt. Hann náttúrulega kemst ekki hjá því að sjá þetta, sem er mjög gleðilegt,“ segir Þorbjörg. „Það skiptir okkur rosalega miklu máli að finna þessa velvild og samstöðu.“ Sex fánar eru dregnir að húni á bílastæðaplani Advania en auk þess má sjá fána í gluggum á húsi fyrirtækisins. Reykjavík is getting ready for your visit, @VP! #blessPence pic.twitter.com/GLCvnruxFI— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) September 4, 2019 Þá má finna fána víðar í bænum, meðal annars í Sætúni þar sem ASÍ og Efling eru til húsa ásamt fleirum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, fagnar áhuga sem fyrirtæki hafi sýnt á að fá regnbogafána í morgun. „Starfsmaður Advania brunaði á hjólinu sínu til okkar og sótti fána. Það er mikil gleði hjá starfsfólkinu þar. Það veit ég því tengdamamma vinnur þarna,“ segir Daníel. Þá hafi hann heyrt af áhuga hjá Arion banka, sem er með höfuðstöðvar í Borgartúni, og sömuleiðis hjá Ríkiskaupum sem eru við hlið Advania. „Mér finnst þetta bara ótrúlega gaman.“ Regnbogafáninn fagnaði fjörutíu ára afmæli í fyrra. Gilbert nokkur Baker, íbúi í San Francisco í Kaliforníu, hannaði fánann og saumaði árið 1978. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Fyrir þetta framtak sitt hefur Gilbert Baker stundum verið kallaður Betsy Ross samkynhneigðra, en hún saumaði fyrsta fána Bandaríkjanna. Nánari upplýsingar á vef Hinsegin daga.
Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent