Hugverk eða tréverk Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. september 2019 07:00 Íslenskt listalíf er kröftugt á heimsmælikvarða. Fyrir því er engin ein ástæða. Þó er hægt að fullyrða að listamannalaun og umhverfið sem listamönnum er hér skapað hefur meðal annars orðið til þess að íslenskt leikhús er metnaðarfullt, bókaútgáfa er í blóma, kvikmyndir eru stóriðja og myndlistarlífið í Reykjavík minnir á stórborg. Listamenn á borð við Björk og Ólaf Elíasson eru orðnir að fyrirtækjum, með fjölda fólks í vinnu. Ragnar Kjartansson, einn þekktasti myndlistarmaður samtímans, hefur sagst vera „eingetin afurð listamannalauna“. Stórbrotið listalíf smáþjóðar sýnir svo ekki verður um villst að hér er eitthvað gert rétt. Opinber stuðningur við list hefur verið stefna stjórnvalda um árabil. Endalaust má svo deila um hvernig það skuli gert. Ávinningurinn fyrir íslenskt samfélag er hins vegar ótvíræður. Land án listar væri fátækara samfélag. Listir eru auðlind í breiðari skilningi en þeim sem metinn verður í krónum og aurum. Þó blasir við samspil skapandi greina og annarrar atvinnustarfsemi. Galleristar og smiðir nærast á myndlistarmönnum. Hönnuðir, prentarar og bóksalar eiga allt sitt undir rithöfundum. Tónleikahátíðir sem trekkja að ferðamenn væru ekki haldnar án tónlistarmanna sem svo skapa störf fyrir tæknimenn. Þau merku tíðindi urðu svo í vikunni að Alþingi samþykkti tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að greiðslur til höfunda eða annarra rétthafa hugverks verði skattlagðar sem fjármagnstekjur í stað launatekna. Á mannamáli þýðir það að tekjur listamanna, vegna til dæmis tónlistarflutnings í útvarpi, upplesturs á ritverkum eða birtingar á myndverkum í bókum, verða skattlagðar eins og aðrar tekjur fólks af eignum sínum. Fjármagnstekjuskattur er 22 prósent. Til samanburðar er launaskattur í lægra þrepi 37 prósent og í efra þrepi 46 prósent. Fyrir málinu hefur lengi verið barist af hálfu þeirra sem í hlut eiga. Þeim hefur þótt ósanngjarnt að hugverk sé ekki skattlagt eins og tréverk; með öðrum orðum, að hugverkavarið efni sé ekki skattlagt eins og önnur peningaleg verðmæti á borð við fasteignir, fjármuni eða hlutabréf. Sanngjarnara sé að afnot af hugverkum, hvort sem um ræðir bækur, tónlist eða myndlist, sé skattlagt eins og um húsaleigu sé að ræða. Eflaust verður áfram þráttað um hvernig styrkja skuli skapandi greinar. Listamannalaun eru þyrnir í augum sumra. Afrek listamannanna okkar innan og utan landsteinanna sýna hins vegar svo ekki verður um villst að stefna stjórnvalda hefur margborgað sig; bæði í eiginlegum verðmætum og í þeirri lífsfyllingu sem listin veitir okkur. Skattalækkun fjármálaráðherrans er tímabær, sanngjörn og hið besta mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Íslenskt listalíf er kröftugt á heimsmælikvarða. Fyrir því er engin ein ástæða. Þó er hægt að fullyrða að listamannalaun og umhverfið sem listamönnum er hér skapað hefur meðal annars orðið til þess að íslenskt leikhús er metnaðarfullt, bókaútgáfa er í blóma, kvikmyndir eru stóriðja og myndlistarlífið í Reykjavík minnir á stórborg. Listamenn á borð við Björk og Ólaf Elíasson eru orðnir að fyrirtækjum, með fjölda fólks í vinnu. Ragnar Kjartansson, einn þekktasti myndlistarmaður samtímans, hefur sagst vera „eingetin afurð listamannalauna“. Stórbrotið listalíf smáþjóðar sýnir svo ekki verður um villst að hér er eitthvað gert rétt. Opinber stuðningur við list hefur verið stefna stjórnvalda um árabil. Endalaust má svo deila um hvernig það skuli gert. Ávinningurinn fyrir íslenskt samfélag er hins vegar ótvíræður. Land án listar væri fátækara samfélag. Listir eru auðlind í breiðari skilningi en þeim sem metinn verður í krónum og aurum. Þó blasir við samspil skapandi greina og annarrar atvinnustarfsemi. Galleristar og smiðir nærast á myndlistarmönnum. Hönnuðir, prentarar og bóksalar eiga allt sitt undir rithöfundum. Tónleikahátíðir sem trekkja að ferðamenn væru ekki haldnar án tónlistarmanna sem svo skapa störf fyrir tæknimenn. Þau merku tíðindi urðu svo í vikunni að Alþingi samþykkti tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að greiðslur til höfunda eða annarra rétthafa hugverks verði skattlagðar sem fjármagnstekjur í stað launatekna. Á mannamáli þýðir það að tekjur listamanna, vegna til dæmis tónlistarflutnings í útvarpi, upplesturs á ritverkum eða birtingar á myndverkum í bókum, verða skattlagðar eins og aðrar tekjur fólks af eignum sínum. Fjármagnstekjuskattur er 22 prósent. Til samanburðar er launaskattur í lægra þrepi 37 prósent og í efra þrepi 46 prósent. Fyrir málinu hefur lengi verið barist af hálfu þeirra sem í hlut eiga. Þeim hefur þótt ósanngjarnt að hugverk sé ekki skattlagt eins og tréverk; með öðrum orðum, að hugverkavarið efni sé ekki skattlagt eins og önnur peningaleg verðmæti á borð við fasteignir, fjármuni eða hlutabréf. Sanngjarnara sé að afnot af hugverkum, hvort sem um ræðir bækur, tónlist eða myndlist, sé skattlagt eins og um húsaleigu sé að ræða. Eflaust verður áfram þráttað um hvernig styrkja skuli skapandi greinar. Listamannalaun eru þyrnir í augum sumra. Afrek listamannanna okkar innan og utan landsteinanna sýna hins vegar svo ekki verður um villst að stefna stjórnvalda hefur margborgað sig; bæði í eiginlegum verðmætum og í þeirri lífsfyllingu sem listin veitir okkur. Skattalækkun fjármálaráðherrans er tímabær, sanngjörn og hið besta mál.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun