Körfubolti

Bandaríkin og Frakkland í 8-liða úrslit á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kemba Walker var stigahæstur í bandaríska liðinu gegn því gríska.
Kemba Walker var stigahæstur í bandaríska liðinu gegn því gríska. vísir/getty
Bandaríkin tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum HM í körfubolta með sigri á Grikklandi, 69-53, í dag. Bandaríska liðið hefur unnið alla leiki sína á HM.Kemba Walker skoraði 15 stig og gaf sex stoðsendingar í liði Bandaríkjanna. Donovan Mitchell var með tíu stig og þeir Harrison Barnes og Derrick White sitt hvor níu stigin.Giannis Antetokounmpo, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðasta tímabili, skoraði sjö af fyrstu níu stigum Grikkja en aðeins átta stig eftir það. Hann tók einnig 13 fráköst.Grikkland er með sex stig í fjórða og neðsta sæti milliriðils K. Bandaríkin eru með átta stig á toppi hans.Frakkar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum með sigri á Litháum, 78-75, í sveiflukenndum leik.Frakkland komst mest 17 stigum yfir en Litháen átti góðan endasprett og var ekki langt frá sigri.Evan Fournier skoraði 24 stig fyrir Frakka og Nando De Colo 21. Jonas Valanciunas var stigahæstur Litháa með 18 stig.Frakkland og Ástralía eru komin upp úr milliriðli L.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.