Leikjavísir

Íslendingar unnu Evrópumótið í Overwatch

Samúel Karl Ólason skrifar
Overwatch er mjög svo vinsæll leikur sem keppt er í um heim allan.
Overwatch er mjög svo vinsæll leikur sem keppt er í um heim allan. Vísir/GETTY
Strákarnir í landsliði Íslands gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumótið í tölvuleiknum Overwatch. Það gerðu þeir með því að sigra Danmörku 3-0 í úrslitaleiknum og með sigrinum tryggði liðið sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Bandaríkjunum seinna á árinu.

Í landsliði Íslands í Overwatch eru þeir Arnaldur Ingi Stefánsson (Futhark), Finnbjörn Jónasson (Finnsi), Hafþór Hákonarson (Hafficool), Hilmar Þór Heiðarsson (SteelDragons), Kristófer Númi Valgeirsson (Númi), Sindri Már Gunnarsson (Sindri) og Snorri Hafsteinsson (SnorrLaxZ).

Sjá einnig: Telja að Overwatch geti orðið stærri en enska úrvalsdeildin



Af þeim eru þeir Finnbjörn og Hafþór atvinnumenn í Overwatch en landsliðið sigraði lið annarra ríkja sem voru fullskipuð af atvinnumönnum. Í útsláttarkeppninni sigraði Ísland Portúgal, Pólland, Ísrael, Þýskaland og að lokum tóku sigurinn á móti Danmörku í úrslitum.

Hér má sjá viðureign Íslands og Danmerkur. Watch Team Iceland vs Team Israel | Eurocup from teamnorwayow on www.twitch.tv Hér má svo sjá stutta kynningu á strákunum í liðinu.

Tengdar fréttir

Íslendingur vann meistara  í Overwatch

Það er góð tilfinning að spila í einni stærstu tölvuleikjakeppni heims, segir Finnbjörn Jónasson, atvinnumaður í tölvuleiknum Overwatch.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×