Sport

Draumur UFC-aðdáenda verður að veruleika

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Masvidal nokkrum sekúndum áður en hann kláraði Ben Askren á mettíma.
Masvidal nokkrum sekúndum áður en hann kláraði Ben Askren á mettíma. vísir/getty

Nate Diaz og Jorge Masvidal verða aðalatriðið á UFC 244 í New York. Þar verður barist um hver sé „The baddest motherfucker“ í UFC. Titill sem toppar líklega öll belti.

Báðir eru þeir aldir upp við þröngan kost og í harðgerðum hverfum. Þeir hafa þurft að berja frá sér síðan þeir voru litlir og bera þess enn merki. Er byrjað var að tala um bardagann tóku þeir báðir vel í það.
Báðir eru heitir og því vildu UFC-aðdáendur fá að sjá þá saman í búrinu. Þeim verður af ósk sinni í byrjun nóvember og spennan er mikil.Steinar, eða The Rock, verður væntanlega á meðal áhorfenda en það er alveg klárt að það verður slagur um miðana á þetta kvöld.


MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.