Körfubolti

Handtökuskipun gefin út á Cousins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cousins í leik með Warriors á síðustu leiktíð en hann er nýgenginn í raðir Lakers.
Cousins í leik með Warriors á síðustu leiktíð en hann er nýgenginn í raðir Lakers. vísir/getty

DeMarcus Cousins, leikmaður LA Lakers, verður handtekinn fyrir að hóta að skjóta barnsmóður sína í höfuðið.

Síðasta þriðjudag var birt hljóðupptaka þar sem þessi hótun kemur fram og hún er ástæðan fyrir handtökuskipuninni. Cousins var þá að deila við barnsmóður sína um hvort sonur þeirra gæti komið í brúðkaup NBA-leikmannsins.

Barnsmóðirin, Christy West, hefur sótt um nálgunarbann á Cousins. Hún segir hann hafa áður hótað sér og þess utan reynt að kyrkja sig.

Cousins hefur ekki viljað tjá sig um málið en forráðamenn LA Lakers segjast taka málið alvarlega og fylgjast með framvindu í því.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.