Lífið

Euro­vision haldið í Rotter­dam árið 2020

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Eurovision verður haldin í Rotterdam í maí ná næsta ári.
Eurovision verður haldin í Rotterdam í maí ná næsta ári. facebook/skjáskot
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Rotterdam í Hollandi dagana 12., 14. og 16. maí á næsta ári.Þetta var tilkynnt í kynningarmyndbandi frá Eurovision. Í myndbandinu spyr Duncan Laurence, sigurvegari keppninnar fyrir hönd Hollands í ár hvað keppnin snúist raunverulega um. Hvort hún sé til þess gerð að sýna fegurð landsins fyrir Evrópu, jafnvel heiminum eða hvað einkenni mannfólkið. Að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu að fyrst og fremst snúist keppnin um tónlist en í rauninni geti hún snúist um hvað sem maður sjálfur vill.Þótt að staðsetning keppninnar var aðeins tilkynnt í dag eru Íslendingar strax byrjaðir að velta fyrir sér mögulegum keppendum. Gísli Marteinn, sem hefur verið kynnir keppninnar fyrir íslenska áhorfendur síðustu ár, tilkynnti staðsetningu og dagsetningar keppninnar á Twitter í nótt. Hann segir jafnan í færslunni að öll lög sem koma út í dag og næstu mánuði geti formlega tekið þátt.Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókasafnsvörður, svaraði honum: „Þannig að tæknilega gæti @keflawikgang verið framlag Íslands í næstu keppni?“Hún vísar þar í nýútgefna plötu hljómsveitarinnar Kef Lavík, en fimmta plata sveitarinnar kom út í nótt. Hægt er að hlusta á plötuna, sem ber heitið Blautt Heitt Langt Vont Sumar, er hægt að hlusta á neðst í fréttinni.Sjáið myndbandið hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.