Handbolti

Arnór hafði betur gegn Geir í Íslendingaslag | Bjarki fer vel af stað með Lemgo

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Þór skoraði sex mörk í sigri Bergischer á Nordhorn-Lingen.
Arnór Þór skoraði sex mörk í sigri Bergischer á Nordhorn-Lingen. vísir/andri marinó
Arnór Þór Gunnarsson skoraði sex mörk þegar Bergischer bar sigurorð af nýliðum Nordhorn-Lingen, 21-26, í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag.

Geir Sveinsson, sem tók við Nordhorn í síðustu viku, stýrði liðinu í fyrsta sinn í dag. Hans menn byrjuðu illa og lentu 1-6 undir en náðu sér betur á strik eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 12-13, Bergischer í vil.

Í seinni hálfleiknum var Bergischer sterkari aðilinn, hélt Nordhorn í aðeins níu mörkum og vann fimm marka sigur á endanum, 21-26. Ragnar Jóhannsson komst ekki á blað hjá Bergischer sem endaði í 7. sæti á síðasta tímabili þegar þeir voru nýliðar.

Bjarki Már Elísson fer vel af stað með Lemgo og skoraði sjö mörk þegar liðið vann Wetzlar, 28-32, á útivelli. Bjarki gekk í raðir Lemgo frá Füchse Berlin í sumar.

Bjarki nýtti sjö af átta skotum sínum utan velli en klikkaði á eina vítakastinu sem hann tók.

Oddur Grétarsson skoraði fjögur mörk, þar af þrjú úr vítum, þegar nýliðar Balingen-Weilstetten töpuðu stórt fyrir Magdeburg, 38-26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×