Handbolti

Arnór hafði betur gegn Geir í Íslendingaslag | Bjarki fer vel af stað með Lemgo

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Þór skoraði sex mörk í sigri Bergischer á Nordhorn-Lingen.
Arnór Þór skoraði sex mörk í sigri Bergischer á Nordhorn-Lingen. vísir/andri marinó

Arnór Þór Gunnarsson skoraði sex mörk þegar Bergischer bar sigurorð af nýliðum Nordhorn-Lingen, 21-26, í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag.

Geir Sveinsson, sem tók við Nordhorn í síðustu viku, stýrði liðinu í fyrsta sinn í dag. Hans menn byrjuðu illa og lentu 1-6 undir en náðu sér betur á strik eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 12-13, Bergischer í vil.

Í seinni hálfleiknum var Bergischer sterkari aðilinn, hélt Nordhorn í aðeins níu mörkum og vann fimm marka sigur á endanum, 21-26. Ragnar Jóhannsson komst ekki á blað hjá Bergischer sem endaði í 7. sæti á síðasta tímabili þegar þeir voru nýliðar.

Bjarki Már Elísson fer vel af stað með Lemgo og skoraði sjö mörk þegar liðið vann Wetzlar, 28-32, á útivelli. Bjarki gekk í raðir Lemgo frá Füchse Berlin í sumar.

Bjarki nýtti sjö af átta skotum sínum utan velli en klikkaði á eina vítakastinu sem hann tók.

Oddur Grétarsson skoraði fjögur mörk, þar af þrjú úr vítum, þegar nýliðar Balingen-Weilstetten töpuðu stórt fyrir Magdeburg, 38-26.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.