Handbolti

Geir á leið í þýsku úrvalsdeildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Geir Sveinsson.
Geir Sveinsson.
Handknattleiksþjálfarinn Geir Sveinsson var í dag ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins HSG Nordhorn.

Þýska félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag og þar kemur fram að Geir geri tveggja ára samning við félagið. Hann stýrir sinni fyrstu æfingu hjá félaginu í kvöld.

Geir segir í samtali við heimasíðu Nordhorn að hann hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um er kallið kom frá félaginu.

Nordhorn er nýliði í þýsku úrvalsdeildinni. Þetta verður í annað sinn sem Geir þjálfar í þýsku úrvalsdeildinni en hann var áður þjálfari hjá Magdeburg.

Geir þjálfaði lið Akureyrar síðari hluta síðasta tímabils í Olís-deildinni. Hann var landsliðsþjálfari í tvö ár og Geir hefur einnig þjálfað austurríska félagið Bregenz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×