Á biðlista eru 1328 börn Valgerður Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2019 10:17 Í síðustu viku sendi Reykjavíkurborg út fréttatilkynningu þar sem skýrt var frá því að búið væri að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum. Staða mönnunarmála er því að mati Reykjavíkurborgar góð. Þrátt fyrir þá „góðu stöðu“ sem uppi er í mönnunarmálum að mati borgarinnar er ljóst að ekki fá öll börn þá þjónustu sem foreldrar þeirra hafa óskað eftir en nú á enn eftir að ráða í 230 stöðugildi hjá skóla- og frístundasviði. Þá er óljóst hvort að hægt sé að taka inn öll þau börn á leikskóla sem hefur verið boðið pláss þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Biðlisti inn á frístundaheimili telur 1328 börn sem er óásættanleg staða. Því þarf að hafa hraðar hendur til þess að klára ráðningar þannig að biðlistum sé eytt. Enda eru foreldrar ungra barna ekki með mikið svigrúm til þess að brúa óvænt bil sem getur myndast þegar börn þeirra fá ekki þá þjónustu sem sótt hefur verið um hjá sveitarfélaginu.Sama sagan ár eftir ár Það er ekki boðlegt að þessi staða komi upp ár eftir ár. Við verðum að reyna að breyta ferlinu til batnaðar. Lausnin að mínu mati gæti falist í því að bjóða sem flestu starfsfólki frístundaheimila 100% starfshlutfall. En hvernig?Tilraun til að leysa þennan árlegan vanda Hægt væri að samþætta starfsemi skóla- og frístundaheimila mun meira en nú er gert svo unnt sé að ráða fólk sem sinnir 100% vinnu. Þannig væri hægt bjóða starfsfólki að flakka á milli skóla og frístundaheimila yfir vetrarmánuðina. Starfsfólkinu yrði síðan boðið starf á frístundaheimilum á sumrin þar sem nú þegar eru frístundaheimili með heilsdagsopnum á sumrin. Ef sem flest starfsfólk frístundaheimila hefði 100% vinnu allt árið um kring hjá Reykjavíkurborg ætti starfsmannavelta að minnka. Þar með vonandi gætum við bundið enda á þetta árlega vandamál sem veldur töluverðum vandræðum hjá fjölda fjölskyldna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í síðustu viku sendi Reykjavíkurborg út fréttatilkynningu þar sem skýrt var frá því að búið væri að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum. Staða mönnunarmála er því að mati Reykjavíkurborgar góð. Þrátt fyrir þá „góðu stöðu“ sem uppi er í mönnunarmálum að mati borgarinnar er ljóst að ekki fá öll börn þá þjónustu sem foreldrar þeirra hafa óskað eftir en nú á enn eftir að ráða í 230 stöðugildi hjá skóla- og frístundasviði. Þá er óljóst hvort að hægt sé að taka inn öll þau börn á leikskóla sem hefur verið boðið pláss þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Biðlisti inn á frístundaheimili telur 1328 börn sem er óásættanleg staða. Því þarf að hafa hraðar hendur til þess að klára ráðningar þannig að biðlistum sé eytt. Enda eru foreldrar ungra barna ekki með mikið svigrúm til þess að brúa óvænt bil sem getur myndast þegar börn þeirra fá ekki þá þjónustu sem sótt hefur verið um hjá sveitarfélaginu.Sama sagan ár eftir ár Það er ekki boðlegt að þessi staða komi upp ár eftir ár. Við verðum að reyna að breyta ferlinu til batnaðar. Lausnin að mínu mati gæti falist í því að bjóða sem flestu starfsfólki frístundaheimila 100% starfshlutfall. En hvernig?Tilraun til að leysa þennan árlegan vanda Hægt væri að samþætta starfsemi skóla- og frístundaheimila mun meira en nú er gert svo unnt sé að ráða fólk sem sinnir 100% vinnu. Þannig væri hægt bjóða starfsfólki að flakka á milli skóla og frístundaheimila yfir vetrarmánuðina. Starfsfólkinu yrði síðan boðið starf á frístundaheimilum á sumrin þar sem nú þegar eru frístundaheimili með heilsdagsopnum á sumrin. Ef sem flest starfsfólk frístundaheimila hefði 100% vinnu allt árið um kring hjá Reykjavíkurborg ætti starfsmannavelta að minnka. Þar með vonandi gætum við bundið enda á þetta árlega vandamál sem veldur töluverðum vandræðum hjá fjölda fjölskyldna.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar