Þegar jóga varð trend Sigríður Karlsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 10:23 Þegar ég byrjaði að stunda jóga fyrir mörgum árum var mitt æðsta markmið að komast í splitt. Það var eitthvað svo geggjað töff að sjá allt þetta liðuga fólk með æðruleysis-svipinn í miðju splitti. Rétt áður en ég náði því takmarki tognaði ég í náranum. Þegar ég byrjaði að hugleiða fyrir áratug síðan var helsta markmið mitt að bjarga heiminum. Ég endaði á því að krassa á vegg. Ekki með tússlitum þó. Nú virðist sem jóga og hugleiðsla séu trend. Núna er fólk sem iðkar jóga eða hugleiðslu ekki skrýtnir álfar út á hól. Þau virðast vera töff. Ég fíla það. En þá mæta Sölumenn sálarinnar á svæðið. Markaðurinn hefur tekið yfir. Á öllum samfélagsmiðlum er fólk í hinum eina sanna fatnaði í hinni fullkomnu aðstöðu til iðkunar. Okkur er sagt að kaupa okkur varning. Yoga fatnað - hálsmenn - armbönd - höfuðföt - ferðast til framandi landa - finna hina fullkomnu dýnu og ná lotus stellingunni til að fullkomna þetta ástand sem jóga og hugleiðsla á að gefa. Ekki misskilja mig. Hver einasta fruma inn í mér elskar að sjá þessa vakningu. En mig langar að segja nokkur orð. Ég hef hugleitt í regnskógi hinum megin á hnettinum og ég hef líka hugleitt í gallabuxum á Pósthúsinu í biðröð í desember. Það er nákvæmlega enginn munur þar á. Ég hef stundað jóga í sandkassa með börnunum mínum og ég hef stundað jóga á mörg þúsund króna jóga dýnu. Enginn munur. Fyrir mér er jóga og hugleiðsla þetta: Að aga sjálfan sig í að hugsa um sig Að finna sín mörk í sársauka - andlegum og líkamlegum - og ná að losa fallega Að finna sveiganleika sinn Að mæta sjálfum sér og tilfinningum sínum Að finna sjálfsmildina sem fylgir því að hlusta á sjálfan sig Allt þetta utanaðkomandi drasl er fyrir mér - bara blekking. Ég hef stórkostlegar fréttir að færa fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja að iðka en þora því ekki því allt þetta fólk er svo með þetta: Þú þarft bara þig! Ég hef setið með æðruleysissvipinn í hugleiðslu en inn í mér er hugurinn á þrjú þúsund kílómetra hraða. Lífið er dásamlegt á köflum og það er alveg geggjað að krydda það með litum og hugleiðsluferðum til framandi landa og hóphugleiðslum og allskonar formum af jóga. Það finnst mér ótrúlega, yndislega gaman. Styrkir sálina og brosvöðvana. En það er samt ekki það sem skiptir máli. Að mæta sjálfum sér. Að vilja verða betri manneskja. Að þroskast og þróa sig sem manneskju. Að vilja sjá sjálfan sig, með öllum sínum kostum og brestum. Að elska sig. Að vera með sér í liði. Um það snýst þetta. Fyrir mér að minnsta kosti. Höldum áfram að gera það sem gerir okkur gott. Finnum okkar aðferð og gætum okkur á sölumönnum sálarinnar og stöðluðum ímyndum. Þetta býr bara allt inn í okkur. Stundum er bara erfitt að finna það. Hafið yndislegan dag! Kærleikur, SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég byrjaði að stunda jóga fyrir mörgum árum var mitt æðsta markmið að komast í splitt. Það var eitthvað svo geggjað töff að sjá allt þetta liðuga fólk með æðruleysis-svipinn í miðju splitti. Rétt áður en ég náði því takmarki tognaði ég í náranum. Þegar ég byrjaði að hugleiða fyrir áratug síðan var helsta markmið mitt að bjarga heiminum. Ég endaði á því að krassa á vegg. Ekki með tússlitum þó. Nú virðist sem jóga og hugleiðsla séu trend. Núna er fólk sem iðkar jóga eða hugleiðslu ekki skrýtnir álfar út á hól. Þau virðast vera töff. Ég fíla það. En þá mæta Sölumenn sálarinnar á svæðið. Markaðurinn hefur tekið yfir. Á öllum samfélagsmiðlum er fólk í hinum eina sanna fatnaði í hinni fullkomnu aðstöðu til iðkunar. Okkur er sagt að kaupa okkur varning. Yoga fatnað - hálsmenn - armbönd - höfuðföt - ferðast til framandi landa - finna hina fullkomnu dýnu og ná lotus stellingunni til að fullkomna þetta ástand sem jóga og hugleiðsla á að gefa. Ekki misskilja mig. Hver einasta fruma inn í mér elskar að sjá þessa vakningu. En mig langar að segja nokkur orð. Ég hef hugleitt í regnskógi hinum megin á hnettinum og ég hef líka hugleitt í gallabuxum á Pósthúsinu í biðröð í desember. Það er nákvæmlega enginn munur þar á. Ég hef stundað jóga í sandkassa með börnunum mínum og ég hef stundað jóga á mörg þúsund króna jóga dýnu. Enginn munur. Fyrir mér er jóga og hugleiðsla þetta: Að aga sjálfan sig í að hugsa um sig Að finna sín mörk í sársauka - andlegum og líkamlegum - og ná að losa fallega Að finna sveiganleika sinn Að mæta sjálfum sér og tilfinningum sínum Að finna sjálfsmildina sem fylgir því að hlusta á sjálfan sig Allt þetta utanaðkomandi drasl er fyrir mér - bara blekking. Ég hef stórkostlegar fréttir að færa fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja að iðka en þora því ekki því allt þetta fólk er svo með þetta: Þú þarft bara þig! Ég hef setið með æðruleysissvipinn í hugleiðslu en inn í mér er hugurinn á þrjú þúsund kílómetra hraða. Lífið er dásamlegt á köflum og það er alveg geggjað að krydda það með litum og hugleiðsluferðum til framandi landa og hóphugleiðslum og allskonar formum af jóga. Það finnst mér ótrúlega, yndislega gaman. Styrkir sálina og brosvöðvana. En það er samt ekki það sem skiptir máli. Að mæta sjálfum sér. Að vilja verða betri manneskja. Að þroskast og þróa sig sem manneskju. Að vilja sjá sjálfan sig, með öllum sínum kostum og brestum. Að elska sig. Að vera með sér í liði. Um það snýst þetta. Fyrir mér að minnsta kosti. Höldum áfram að gera það sem gerir okkur gott. Finnum okkar aðferð og gætum okkur á sölumönnum sálarinnar og stöðluðum ímyndum. Þetta býr bara allt inn í okkur. Stundum er bara erfitt að finna það. Hafið yndislegan dag! Kærleikur, SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun