Körfubolti

Fyrrum liðsfélagi segir að Lebron verði aftur sá besti í heimi á næsta tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Getty/Ethan Miller
Richard Jefferson býst við miklu af LeBron James á komandi tímabili í NBA körfuboltanum en James missti af úrslitakeppninni á síðustu leiktíð í fyrsta sinn síðan árið 2005.Richard Jefferson spilaði með LeBron James með Cleveland Cavaliers frá 2015 til 2017 og þekkir því vel til kappans.LeBron James skilaði flottum tölum á sínu fyrsta tímabili með Los Angeles Lakers en hann missti af mörgum leikjum vegna nárameiðsla og á meðan fór Lakers-liðið út af sporinu.James hafði farið alla leið í lokaúrslitin frá 2011 til 2018 eða á átta tímabilinu í röð en nú fékk hann loksins alvöru sumarfrí. Ekki sumarfrí sem hann vildi en hafði kannski mjög gott af.„LeBron James verður aftur besti leikmaðurinn í körfubolta á næsta tímabili. Hann verður kannski ekki LeBron James frá 2008 en hann mun gera svo marga mismunandi hluti. Í held líka að hann geri sér vel grein fyrir því virðingarleysi sem honum hefur verið sýnt,“ sagði Richard Jefferson og hélt áfram:„Hann hefur fundið fyrir slíku allan sinn feril og á mismunandi stigum. Nú er það: Þú ert orðinn gamall og þú ert ekki lengur sá gæi. Ég held hins vegar að hann sé einbeittur á það að sýna það og sanna að körfuboltinn skipti hann meira máli en nokkuð annað. Eina leiðin til þess er að rústa eins mörgum mönnum og hann getur,“ sagði Richard Jefferson.Lakers ætti að vera með betra lið í ár en í fyrra eftir að liðið fékk til sín miðherjann Anthony Davis frá Pelicans í skiptum fyrir þá Lonzo Ball, Josh Hart og Brandon Ingram.Liðið hefur líka bætt við mönnum eins og þeim Avery Bradley, Danny Green, Quinn Cook og DeMarcus Cousins. Rajon Rondo, Kentavious Caldwell-Pope, JaVale McGee og Alex Caruso verða líka áfram.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.