Fyrrum liðsfélagi segir að Lebron verði aftur sá besti í heimi á næsta tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 17:30 LeBron James. Getty/Ethan Miller Richard Jefferson býst við miklu af LeBron James á komandi tímabili í NBA körfuboltanum en James missti af úrslitakeppninni á síðustu leiktíð í fyrsta sinn síðan árið 2005. Richard Jefferson spilaði með LeBron James með Cleveland Cavaliers frá 2015 til 2017 og þekkir því vel til kappans. LeBron James skilaði flottum tölum á sínu fyrsta tímabili með Los Angeles Lakers en hann missti af mörgum leikjum vegna nárameiðsla og á meðan fór Lakers-liðið út af sporinu. James hafði farið alla leið í lokaúrslitin frá 2011 til 2018 eða á átta tímabilinu í röð en nú fékk hann loksins alvöru sumarfrí. Ekki sumarfrí sem hann vildi en hafði kannski mjög gott af.Richard Jefferson think LeBron is set to bounce back in a big way next season.https://t.co/vOP0RQv0nO — Sporting News (@sportingnews) August 13, 2019„LeBron James verður aftur besti leikmaðurinn í körfubolta á næsta tímabili. Hann verður kannski ekki LeBron James frá 2008 en hann mun gera svo marga mismunandi hluti. Í held líka að hann geri sér vel grein fyrir því virðingarleysi sem honum hefur verið sýnt,“ sagði Richard Jefferson og hélt áfram: „Hann hefur fundið fyrir slíku allan sinn feril og á mismunandi stigum. Nú er það: Þú ert orðinn gamall og þú ert ekki lengur sá gæi. Ég held hins vegar að hann sé einbeittur á það að sýna það og sanna að körfuboltinn skipti hann meira máli en nokkuð annað. Eina leiðin til þess er að rústa eins mörgum mönnum og hann getur,“ sagði Richard Jefferson. Lakers ætti að vera með betra lið í ár en í fyrra eftir að liðið fékk til sín miðherjann Anthony Davis frá Pelicans í skiptum fyrir þá Lonzo Ball, Josh Hart og Brandon Ingram. Liðið hefur líka bætt við mönnum eins og þeim Avery Bradley, Danny Green, Quinn Cook og DeMarcus Cousins. Rajon Rondo, Kentavious Caldwell-Pope, JaVale McGee og Alex Caruso verða líka áfram. NBA Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - KR | Titrandi taugar í toppslag Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Richard Jefferson býst við miklu af LeBron James á komandi tímabili í NBA körfuboltanum en James missti af úrslitakeppninni á síðustu leiktíð í fyrsta sinn síðan árið 2005. Richard Jefferson spilaði með LeBron James með Cleveland Cavaliers frá 2015 til 2017 og þekkir því vel til kappans. LeBron James skilaði flottum tölum á sínu fyrsta tímabili með Los Angeles Lakers en hann missti af mörgum leikjum vegna nárameiðsla og á meðan fór Lakers-liðið út af sporinu. James hafði farið alla leið í lokaúrslitin frá 2011 til 2018 eða á átta tímabilinu í röð en nú fékk hann loksins alvöru sumarfrí. Ekki sumarfrí sem hann vildi en hafði kannski mjög gott af.Richard Jefferson think LeBron is set to bounce back in a big way next season.https://t.co/vOP0RQv0nO — Sporting News (@sportingnews) August 13, 2019„LeBron James verður aftur besti leikmaðurinn í körfubolta á næsta tímabili. Hann verður kannski ekki LeBron James frá 2008 en hann mun gera svo marga mismunandi hluti. Í held líka að hann geri sér vel grein fyrir því virðingarleysi sem honum hefur verið sýnt,“ sagði Richard Jefferson og hélt áfram: „Hann hefur fundið fyrir slíku allan sinn feril og á mismunandi stigum. Nú er það: Þú ert orðinn gamall og þú ert ekki lengur sá gæi. Ég held hins vegar að hann sé einbeittur á það að sýna það og sanna að körfuboltinn skipti hann meira máli en nokkuð annað. Eina leiðin til þess er að rústa eins mörgum mönnum og hann getur,“ sagði Richard Jefferson. Lakers ætti að vera með betra lið í ár en í fyrra eftir að liðið fékk til sín miðherjann Anthony Davis frá Pelicans í skiptum fyrir þá Lonzo Ball, Josh Hart og Brandon Ingram. Liðið hefur líka bætt við mönnum eins og þeim Avery Bradley, Danny Green, Quinn Cook og DeMarcus Cousins. Rajon Rondo, Kentavious Caldwell-Pope, JaVale McGee og Alex Caruso verða líka áfram.
NBA Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - KR | Titrandi taugar í toppslag Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira