Skellt í lás Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Hrina lokana fyrirtækja í borginni hefur riðið yfir undanfarna daga. Undanfarnar örfáar vikur hafa fjögur veitingahús á Hverfisgötu hætt rekstri; Dill, Systir, Mikkeller & Friends og Essensia og í gær læsti hin rótgróna sælkeraverslun Ostabúðin á Skólavörðustíg dyrum sínum. Reykjavík er margfalt fátækari fyrir vikið. Það verður seint sagt um borgina að hún sé vinveitt atvinnurekstri. Frekar er hún sér á báti borið saman við önnur sveitarfélög. Til að mynda með innheimtu fasteignaskatta. Tekjur borgarsjóðs af skattinum jukust um einn og hálfan milljarð frá 2018 til 2019. Borgin heldur áfram hæstu álagningu fasteignaskatts árið 2019, öfugt við mörg nágrannasveitarfélög. Blómlegur rekstur verslana, fyrirtækja og veitingastaða í borg er ein forsenda þess að þar sé eftirsóknarvert að búa. Hin mikla skattbyrði vegur sífellt þyngra í rekstri heimila og fyrirtækja. Óhjákvæmilega hefur þróunin leitt til hærra leiguverðs. Vitaskuld er fasteignaskattur ekki eina ástæða þess að fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar í Reykjavík. Að fullyrða slíkt er einföldun. Hlutverk borgarinnar hlýtur þó að snúast að minnsta kosti öðrum þræði um að búa þannig um hnútana að hér geti blómlegur rekstur þrifist. Liður í því væri að lækka fasteignaskatta og hlusta eftir gagnrýni sem fyrirtækjaeigendur í borginni hafa uppi. Svifasein og þung stjórnsýsla er þar á meðal. Skemmst er að minnast þess þegar eigendur veitingastaðar í Vesturbænum biðu í 724 daga eftir vínveitingaleyfi. Forsendur rekstrarins voru brostnar þegar leyfið var loksins veitt og staðnum lokað. Dæmi um skeytingarleysi efsta lags stjórnenda borgarinnar er svar aðstoðarmanns borgarstjóra við réttmætum kvörtunum rekstraraðila við Hverfisgötu undanfarna daga. Gatan hefur verið uppgrafin og undirlögð af framkvæmdum síðan í vor. Borgin gefur lítið upp um áætluð verklok, hafði lítið samráð og skellti raunar framkvæmdum framan í kaupmenn og veitingahúsaeigendur sem fá enga ívilnun á móti. Eigendur fyrirtækja á svæðinu hafa kvartað yfir því að framkvæmdir gangi of hægt og hafi gríðarleg áhrif á aðgengi viðskiptavina að búðum og veitingahúsum á reitnum. Einn eigenda Dills lýsti uppgreftri Hverfisgötunnar sem „martröð“ í uppgjörsviðtali eftir lokun veitingastaðarins í síðustu viku. Aðstoðarmaður borgarstjóra gefur lítið fyrir þetta. „Það að Dill fari á hausinn hefur ekkert að gera með framkvæmdir á Hverfisgötu. Dill missti Michelin stjörnu, held að það hafi haft mun meira að segja en sundurgrafin gata á stað þar sem gengið er inn af Ingólfsstræti,“ sagði aðstoðarmaðurinn á Facebook. Vitaskuld þarf að gera upp götur í borginni. Það er hins vegar á ábyrgð borgarinnar að gefa nægjanlegan fyrirvara svo rekstraraðilar geti gert raunhæfar áætlanir og nauðsynlegar ráðstafanir. Fólk í fyrirtækjarekstri er í flestum tilfellum venjulegt fólk með allt sitt undir. Ef ummæli aðstoðarmannsins lýsa almennu viðhorfi borgaryfirvalda til atvinnurekenda er illt í efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Hrina lokana fyrirtækja í borginni hefur riðið yfir undanfarna daga. Undanfarnar örfáar vikur hafa fjögur veitingahús á Hverfisgötu hætt rekstri; Dill, Systir, Mikkeller & Friends og Essensia og í gær læsti hin rótgróna sælkeraverslun Ostabúðin á Skólavörðustíg dyrum sínum. Reykjavík er margfalt fátækari fyrir vikið. Það verður seint sagt um borgina að hún sé vinveitt atvinnurekstri. Frekar er hún sér á báti borið saman við önnur sveitarfélög. Til að mynda með innheimtu fasteignaskatta. Tekjur borgarsjóðs af skattinum jukust um einn og hálfan milljarð frá 2018 til 2019. Borgin heldur áfram hæstu álagningu fasteignaskatts árið 2019, öfugt við mörg nágrannasveitarfélög. Blómlegur rekstur verslana, fyrirtækja og veitingastaða í borg er ein forsenda þess að þar sé eftirsóknarvert að búa. Hin mikla skattbyrði vegur sífellt þyngra í rekstri heimila og fyrirtækja. Óhjákvæmilega hefur þróunin leitt til hærra leiguverðs. Vitaskuld er fasteignaskattur ekki eina ástæða þess að fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar í Reykjavík. Að fullyrða slíkt er einföldun. Hlutverk borgarinnar hlýtur þó að snúast að minnsta kosti öðrum þræði um að búa þannig um hnútana að hér geti blómlegur rekstur þrifist. Liður í því væri að lækka fasteignaskatta og hlusta eftir gagnrýni sem fyrirtækjaeigendur í borginni hafa uppi. Svifasein og þung stjórnsýsla er þar á meðal. Skemmst er að minnast þess þegar eigendur veitingastaðar í Vesturbænum biðu í 724 daga eftir vínveitingaleyfi. Forsendur rekstrarins voru brostnar þegar leyfið var loksins veitt og staðnum lokað. Dæmi um skeytingarleysi efsta lags stjórnenda borgarinnar er svar aðstoðarmanns borgarstjóra við réttmætum kvörtunum rekstraraðila við Hverfisgötu undanfarna daga. Gatan hefur verið uppgrafin og undirlögð af framkvæmdum síðan í vor. Borgin gefur lítið upp um áætluð verklok, hafði lítið samráð og skellti raunar framkvæmdum framan í kaupmenn og veitingahúsaeigendur sem fá enga ívilnun á móti. Eigendur fyrirtækja á svæðinu hafa kvartað yfir því að framkvæmdir gangi of hægt og hafi gríðarleg áhrif á aðgengi viðskiptavina að búðum og veitingahúsum á reitnum. Einn eigenda Dills lýsti uppgreftri Hverfisgötunnar sem „martröð“ í uppgjörsviðtali eftir lokun veitingastaðarins í síðustu viku. Aðstoðarmaður borgarstjóra gefur lítið fyrir þetta. „Það að Dill fari á hausinn hefur ekkert að gera með framkvæmdir á Hverfisgötu. Dill missti Michelin stjörnu, held að það hafi haft mun meira að segja en sundurgrafin gata á stað þar sem gengið er inn af Ingólfsstræti,“ sagði aðstoðarmaðurinn á Facebook. Vitaskuld þarf að gera upp götur í borginni. Það er hins vegar á ábyrgð borgarinnar að gefa nægjanlegan fyrirvara svo rekstraraðilar geti gert raunhæfar áætlanir og nauðsynlegar ráðstafanir. Fólk í fyrirtækjarekstri er í flestum tilfellum venjulegt fólk með allt sitt undir. Ef ummæli aðstoðarmannsins lýsa almennu viðhorfi borgaryfirvalda til atvinnurekenda er illt í efni.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun