Strákarnir í átta liða úrslitin á HM eftir sannfærandi sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 15:45 Íslenska 19 ára landsliðið. HSÍ Íslenska nítján ára landslið karla í handbolta er komið í átta liða úrslitin á HM U19 í Norður Makedóníu eftir sannfærandi fimm marka sigur á Japan í sextán liða úrslitum í dag. Íslenska liðið vann leikinn 39-34 eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13. Tumi Steinn Rúnarsson var markahæstur í íslenska liðinu með 10 mörk úr 11 skotum og KA-maðurinn Dagur Gautason skoraði 8 mörk úr 9 skotum. Tumi Steinn, sem var valinn maður leiksins, var mjög öflugur í gegnumbrotunum en hann spilar með Aftureldingu. HK-ingurinn Eiríkur Guðni Þórarinsson var síðan með sjö mörk. Haukur Þrastarson kom aftur inn í liðið og var með fjögur mörk en hann átti einnig fjölda stoðsendinga á félags síns. Móthaldarar töldu tólf stoðsendingar á kappann en hann var allt í öllu í sóknarleiknum þrátt fyrir að skjóta bara sex sinnum sjálfur á markið. Íslensku strákarnir enduðu þar með fjögurra leikja sigurgöngu japanska liðsins sem kom á miklu flugi inn í þennan mikilvæga leik. Íslenska liðið var með frumkvæðið allan tímann en japanska liðið gafst aldrei upp og hékk inn í leiknum. Sigur íslensku strákanna var þó aldrei í mikilli hættu enda voru margir að spila vel í dag. Ísland mætir Egyptalandi í átta liða úrslitunum en sá leikur fer fram strax á morgun. Egyptar unnu sjö marka sigur á Slóvenum fyrr í dag. Íslenska liðið var fimm mörkum yfir skömmu fyrir hálfleik en Japanir skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins. Íslenska liðið bætti aftur við forystuna í upphafi seinni hálfleik og munurinn var lengstum á milli fjögur til sex mörk. Japanir reyndu að leysa leikinn upp í lokin með framliggjandi vörn en strákarnir leystu það mjög vel.Leikmenn Íslands á HM U-19 karla:Markmenn 1 Svavar Ingi Sigmundsson, KA 26 Sigurður Dan Óskarsson, FHÚtileikmenn 3 Dagur Gautason, KA 4 Arnór Snær Óskarsson, Valur 5 Goði Ingvar Sveinsson, Fjölnir 10 Tumi Steinn Rúnarsson, Afturelding 11 Stiven Tobar Valencia, Valur 14 Einar Örn Sindrason, FH 19 Hafsteinn Óli Ramos Rocha, Fjölnir 20 Guðjón Baldur Ómarsson, Selfoss 21 Tjörvi Týr Gíslason, Valur 22 Eiríkur Guðni Þórarinsson, HK 23 Jón Bald Freysson, Fjölnir 24 Blær Hinriksson, HK 25 Haukur Þrastarson, Selfoss 27 Ólafur Brim Stefánsson, ValurHér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku frá leik Íslands og Japans. Handbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Íslenska nítján ára landslið karla í handbolta er komið í átta liða úrslitin á HM U19 í Norður Makedóníu eftir sannfærandi fimm marka sigur á Japan í sextán liða úrslitum í dag. Íslenska liðið vann leikinn 39-34 eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13. Tumi Steinn Rúnarsson var markahæstur í íslenska liðinu með 10 mörk úr 11 skotum og KA-maðurinn Dagur Gautason skoraði 8 mörk úr 9 skotum. Tumi Steinn, sem var valinn maður leiksins, var mjög öflugur í gegnumbrotunum en hann spilar með Aftureldingu. HK-ingurinn Eiríkur Guðni Þórarinsson var síðan með sjö mörk. Haukur Þrastarson kom aftur inn í liðið og var með fjögur mörk en hann átti einnig fjölda stoðsendinga á félags síns. Móthaldarar töldu tólf stoðsendingar á kappann en hann var allt í öllu í sóknarleiknum þrátt fyrir að skjóta bara sex sinnum sjálfur á markið. Íslensku strákarnir enduðu þar með fjögurra leikja sigurgöngu japanska liðsins sem kom á miklu flugi inn í þennan mikilvæga leik. Íslenska liðið var með frumkvæðið allan tímann en japanska liðið gafst aldrei upp og hékk inn í leiknum. Sigur íslensku strákanna var þó aldrei í mikilli hættu enda voru margir að spila vel í dag. Ísland mætir Egyptalandi í átta liða úrslitunum en sá leikur fer fram strax á morgun. Egyptar unnu sjö marka sigur á Slóvenum fyrr í dag. Íslenska liðið var fimm mörkum yfir skömmu fyrir hálfleik en Japanir skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins. Íslenska liðið bætti aftur við forystuna í upphafi seinni hálfleik og munurinn var lengstum á milli fjögur til sex mörk. Japanir reyndu að leysa leikinn upp í lokin með framliggjandi vörn en strákarnir leystu það mjög vel.Leikmenn Íslands á HM U-19 karla:Markmenn 1 Svavar Ingi Sigmundsson, KA 26 Sigurður Dan Óskarsson, FHÚtileikmenn 3 Dagur Gautason, KA 4 Arnór Snær Óskarsson, Valur 5 Goði Ingvar Sveinsson, Fjölnir 10 Tumi Steinn Rúnarsson, Afturelding 11 Stiven Tobar Valencia, Valur 14 Einar Örn Sindrason, FH 19 Hafsteinn Óli Ramos Rocha, Fjölnir 20 Guðjón Baldur Ómarsson, Selfoss 21 Tjörvi Týr Gíslason, Valur 22 Eiríkur Guðni Þórarinsson, HK 23 Jón Bald Freysson, Fjölnir 24 Blær Hinriksson, HK 25 Haukur Þrastarson, Selfoss 27 Ólafur Brim Stefánsson, ValurHér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku frá leik Íslands og Japans.
Handbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira