Strákarnir í átta liða úrslitin á HM eftir sannfærandi sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 15:45 Íslenska 19 ára landsliðið. HSÍ Íslenska nítján ára landslið karla í handbolta er komið í átta liða úrslitin á HM U19 í Norður Makedóníu eftir sannfærandi fimm marka sigur á Japan í sextán liða úrslitum í dag. Íslenska liðið vann leikinn 39-34 eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13. Tumi Steinn Rúnarsson var markahæstur í íslenska liðinu með 10 mörk úr 11 skotum og KA-maðurinn Dagur Gautason skoraði 8 mörk úr 9 skotum. Tumi Steinn, sem var valinn maður leiksins, var mjög öflugur í gegnumbrotunum en hann spilar með Aftureldingu. HK-ingurinn Eiríkur Guðni Þórarinsson var síðan með sjö mörk. Haukur Þrastarson kom aftur inn í liðið og var með fjögur mörk en hann átti einnig fjölda stoðsendinga á félags síns. Móthaldarar töldu tólf stoðsendingar á kappann en hann var allt í öllu í sóknarleiknum þrátt fyrir að skjóta bara sex sinnum sjálfur á markið. Íslensku strákarnir enduðu þar með fjögurra leikja sigurgöngu japanska liðsins sem kom á miklu flugi inn í þennan mikilvæga leik. Íslenska liðið var með frumkvæðið allan tímann en japanska liðið gafst aldrei upp og hékk inn í leiknum. Sigur íslensku strákanna var þó aldrei í mikilli hættu enda voru margir að spila vel í dag. Ísland mætir Egyptalandi í átta liða úrslitunum en sá leikur fer fram strax á morgun. Egyptar unnu sjö marka sigur á Slóvenum fyrr í dag. Íslenska liðið var fimm mörkum yfir skömmu fyrir hálfleik en Japanir skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins. Íslenska liðið bætti aftur við forystuna í upphafi seinni hálfleik og munurinn var lengstum á milli fjögur til sex mörk. Japanir reyndu að leysa leikinn upp í lokin með framliggjandi vörn en strákarnir leystu það mjög vel.Leikmenn Íslands á HM U-19 karla:Markmenn 1 Svavar Ingi Sigmundsson, KA 26 Sigurður Dan Óskarsson, FHÚtileikmenn 3 Dagur Gautason, KA 4 Arnór Snær Óskarsson, Valur 5 Goði Ingvar Sveinsson, Fjölnir 10 Tumi Steinn Rúnarsson, Afturelding 11 Stiven Tobar Valencia, Valur 14 Einar Örn Sindrason, FH 19 Hafsteinn Óli Ramos Rocha, Fjölnir 20 Guðjón Baldur Ómarsson, Selfoss 21 Tjörvi Týr Gíslason, Valur 22 Eiríkur Guðni Þórarinsson, HK 23 Jón Bald Freysson, Fjölnir 24 Blær Hinriksson, HK 25 Haukur Þrastarson, Selfoss 27 Ólafur Brim Stefánsson, ValurHér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku frá leik Íslands og Japans. Handbolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Sjá meira
Íslenska nítján ára landslið karla í handbolta er komið í átta liða úrslitin á HM U19 í Norður Makedóníu eftir sannfærandi fimm marka sigur á Japan í sextán liða úrslitum í dag. Íslenska liðið vann leikinn 39-34 eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13. Tumi Steinn Rúnarsson var markahæstur í íslenska liðinu með 10 mörk úr 11 skotum og KA-maðurinn Dagur Gautason skoraði 8 mörk úr 9 skotum. Tumi Steinn, sem var valinn maður leiksins, var mjög öflugur í gegnumbrotunum en hann spilar með Aftureldingu. HK-ingurinn Eiríkur Guðni Þórarinsson var síðan með sjö mörk. Haukur Þrastarson kom aftur inn í liðið og var með fjögur mörk en hann átti einnig fjölda stoðsendinga á félags síns. Móthaldarar töldu tólf stoðsendingar á kappann en hann var allt í öllu í sóknarleiknum þrátt fyrir að skjóta bara sex sinnum sjálfur á markið. Íslensku strákarnir enduðu þar með fjögurra leikja sigurgöngu japanska liðsins sem kom á miklu flugi inn í þennan mikilvæga leik. Íslenska liðið var með frumkvæðið allan tímann en japanska liðið gafst aldrei upp og hékk inn í leiknum. Sigur íslensku strákanna var þó aldrei í mikilli hættu enda voru margir að spila vel í dag. Ísland mætir Egyptalandi í átta liða úrslitunum en sá leikur fer fram strax á morgun. Egyptar unnu sjö marka sigur á Slóvenum fyrr í dag. Íslenska liðið var fimm mörkum yfir skömmu fyrir hálfleik en Japanir skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins. Íslenska liðið bætti aftur við forystuna í upphafi seinni hálfleik og munurinn var lengstum á milli fjögur til sex mörk. Japanir reyndu að leysa leikinn upp í lokin með framliggjandi vörn en strákarnir leystu það mjög vel.Leikmenn Íslands á HM U-19 karla:Markmenn 1 Svavar Ingi Sigmundsson, KA 26 Sigurður Dan Óskarsson, FHÚtileikmenn 3 Dagur Gautason, KA 4 Arnór Snær Óskarsson, Valur 5 Goði Ingvar Sveinsson, Fjölnir 10 Tumi Steinn Rúnarsson, Afturelding 11 Stiven Tobar Valencia, Valur 14 Einar Örn Sindrason, FH 19 Hafsteinn Óli Ramos Rocha, Fjölnir 20 Guðjón Baldur Ómarsson, Selfoss 21 Tjörvi Týr Gíslason, Valur 22 Eiríkur Guðni Þórarinsson, HK 23 Jón Bald Freysson, Fjölnir 24 Blær Hinriksson, HK 25 Haukur Þrastarson, Selfoss 27 Ólafur Brim Stefánsson, ValurHér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku frá leik Íslands og Japans.
Handbolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Sjá meira