Handbolti

Draumurinn um verðlaun á öðru stórmótinu í röð úr sögunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tumi Steinn skoraði átta mörk gegn Egyptalandi.
Tumi Steinn skoraði átta mörk gegn Egyptalandi. mynd/ihf

Ísland tapaði fyrir Egyptalandi, 35-31, í 8-liða úrslitum á HM U-19 ára í handbolta karla í dag.

Þessi sami hópur vann til silfurverðlauna á EM U-18 ára í fyrra. En draumur þeirra um að vinna til verðlauna á öðru stórmótinu í röð er úr sögunni.

Íslendingar áttu litla möguleika gegn sterkum Egyptum. Munurinn á líkamsstyrk liðanna var mikill og Íslendingar réðu lítið við öflugar skyttur Egypta.

Markvarsla íslenska liðsins var engin og Egyptaland skoraði að vild. Staðan í hálfleik var 21-14, Egyptum í vil.

Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega en minnkuðu forskot Egypta ekki að neinu ráði.

Á endanum vann Egyptaland öruggan fjögurra marka sigur, 35-31. Egyptar komust einnig í undanúrslit á HM U-21 árs fyrr í sumar.

Haukur Þrastarson og Tumi Steinn Rúnarsson voru langbestu leikmenn Íslands í dag og skoruðu átta mörk hvor. Aðrir náðu sér ekki á strik.

Ísland leikur um sæti á laugardaginn. Vinni íslenska liðið þann leik leikur það um 5. sætið á sunnudaginn. Tap þýðir leik um 7. sætið á sunnudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.