Körfubolti

Sleit krossband og spilar ekki með Lakers liðinu á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
DeMarcus Cousins.
DeMarcus Cousins. Getty/Vaughn Ridley

Það hafa fáir körfuboltamenn í NBA-deildinni verið óheppnari síðustu ár en maður að nafni DeMarcus Cousins.

DeMarcus Cousins samdi á dögunum við lið Los Angeles Lakers til eins árs en mun líklega ekki spila með félaginu á komandi leiktíð.

Í gær kom nefnilega í ljós að DeMarcus Cousins hafði slitið krossband í vinstra hné á æfingu. Hinn 29 ára miðherji var að undirbúa sig fyrir tímabilið en atvikið gerðis í Las Vegas. Þetta er þriðju alvarlegu meiðsli Cousins á síðustu átján mánuðum.

Margir voru spenntir að sjá DeMarcus Cousins spila með þeim LeBron James og Anthony Davis en ekkert verður líklega af því.Þetta er því líka mikið áfall fyrir Los Angeles Lakers liðið sem taldi sig hafa dottið í lukkupottinn með því að semja við DeMarcus Cousins.

DeMarcus Cousins hefur hins vegar lent í hverju áfallinu á fætur öðru. Hann var hjá Golden State Warriors á síðustu leiktíð en var þá að vinna sig til baka eftir hásinarslit. Hann meiddist síðan aftur í byrjun úrslitakeppninnar í apríl þegar hann sleit vöðva í læri.

Cousins hafði aldrei áður spilað í úrslitakeppni og tók minni samning til að fá að upplifa það að verða meistari. Það tókst ekki því Golden Stata tapaði fyrir Toronto Raptors í lokaúrslitunum. Cousins náði að koma til baka eftir meiðslin en var ekki búinn að ná sér að fullu.DeMarcus Cousins var stórstjarna í NBA-deildinni þegar hann fór að meiðast en á níu ára ferli er hann með 21,2 stig, 10,9 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali. Hann hóf ferilinn hjá Sacramento Kings en spilaði með New Orleans Pelicans þegar hann sleit hásin vorið 2018.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.