Mótmæla harðlega að þeir sem eru með athyglisbrest séu útilokaðir frá lögreglunni Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2019 15:14 Fullyrða samtökin að þetta sé í fyrsta sinn hérlendis sem þrengt er verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD. Vísir/Vilhelm ADHD-samtökin mótmæla harðlega breyttum inntökuskilyrðum sem Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar hefur verið upplýst um. Fullyrða samtökin að þetta sé í fyrsta sinn hérlendis sem þrengt er verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD.Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar vakti athygli á því í síðasta mánuði að læknisfræðileg viðmið vegna ADHD-ADD voru uppfærð. Þar kom fram að greiningin ADHD/ADD geri verið útilokandi þáttur, sérstaklega hjá einstaklingum sem eru á lyfjameðferð vegna ADHD. Hafi umsækjandi fyrri sögu um slíka greiningu þarf viðkomandi að leggja fram vottorð sérfæðilæknis sem lögð verður til grundvallar mati trúnaðarlæknis í hverju tilviki. „Að mati ADHD samtakanna byggja þessar breyttu reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu, úreltum hugmyndum og stangast beinlínis á við lög og vísindalega þekkingu um ADHD og virkni ADHD lyfja,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Telja þau þekkingu höfunda reglnanna á málaflokknum sé alvarlega ábótavant sem megi meðal annars sjá af orðalagi þess hluta leiðbeininganna sem fjallar um læknisvottorð. „ADHD samtökin benda jafnframt á að nýverið afnámu yfirvöld hermála í Noregi sambærilegar takmarkanir á inntöku einstaklinga með ADHD í norska herinn enda talið fráleitt að setja svo alvarlegar og almennar skorður við atvinnufrelsi fólks með ADHD, líkt og nýjar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar gera ráð fyrir,“ segir í tilkynningunni. Skora samtökin á mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, ríkislögreglustjóra og ráðherra málaflokksins, að afturkalla nýju inntökureglurnar nú þegar, þar sem markmið þeirra virðist það eitt að útiloka fólk með ADHD frá störfum innan lögreglunnar. Einnig má færa rök fyrir því að reglurnar gætu orðið til þess að þeir lögreglumenn sem eru nú þegar starfandi og eru með greint eða ógreint ADHD veigri sér við að leita sér aðstoðar, sem svo aftur getur haft neikvæð áhrif á starfsgetu þeirra innan lögreglunnar. „ADHD samtökin munu aldrei sætta sig við hinar nýju reglur og heita því að berjast gegn slíkri mismunun, hérlendis og annars staðar þar sem slíkar reglur eru enn í gildi. Um það hefur þegar tekist samstarf við systursamtök ADHD samtakanna á Norðurlöndunum.“ Lögreglan Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
ADHD-samtökin mótmæla harðlega breyttum inntökuskilyrðum sem Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar hefur verið upplýst um. Fullyrða samtökin að þetta sé í fyrsta sinn hérlendis sem þrengt er verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD.Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar vakti athygli á því í síðasta mánuði að læknisfræðileg viðmið vegna ADHD-ADD voru uppfærð. Þar kom fram að greiningin ADHD/ADD geri verið útilokandi þáttur, sérstaklega hjá einstaklingum sem eru á lyfjameðferð vegna ADHD. Hafi umsækjandi fyrri sögu um slíka greiningu þarf viðkomandi að leggja fram vottorð sérfæðilæknis sem lögð verður til grundvallar mati trúnaðarlæknis í hverju tilviki. „Að mati ADHD samtakanna byggja þessar breyttu reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu, úreltum hugmyndum og stangast beinlínis á við lög og vísindalega þekkingu um ADHD og virkni ADHD lyfja,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Telja þau þekkingu höfunda reglnanna á málaflokknum sé alvarlega ábótavant sem megi meðal annars sjá af orðalagi þess hluta leiðbeininganna sem fjallar um læknisvottorð. „ADHD samtökin benda jafnframt á að nýverið afnámu yfirvöld hermála í Noregi sambærilegar takmarkanir á inntöku einstaklinga með ADHD í norska herinn enda talið fráleitt að setja svo alvarlegar og almennar skorður við atvinnufrelsi fólks með ADHD, líkt og nýjar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar gera ráð fyrir,“ segir í tilkynningunni. Skora samtökin á mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, ríkislögreglustjóra og ráðherra málaflokksins, að afturkalla nýju inntökureglurnar nú þegar, þar sem markmið þeirra virðist það eitt að útiloka fólk með ADHD frá störfum innan lögreglunnar. Einnig má færa rök fyrir því að reglurnar gætu orðið til þess að þeir lögreglumenn sem eru nú þegar starfandi og eru með greint eða ógreint ADHD veigri sér við að leita sér aðstoðar, sem svo aftur getur haft neikvæð áhrif á starfsgetu þeirra innan lögreglunnar. „ADHD samtökin munu aldrei sætta sig við hinar nýju reglur og heita því að berjast gegn slíkri mismunun, hérlendis og annars staðar þar sem slíkar reglur eru enn í gildi. Um það hefur þegar tekist samstarf við systursamtök ADHD samtakanna á Norðurlöndunum.“
Lögreglan Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira