Handbolti

„Erum með eitt af bestu liðunum í þessum aldursflokki“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenski hópurinn hefur náð góðum árangri á alþjóðlegum mótum.
Íslenski hópurinn hefur náð góðum árangri á alþjóðlegum mótum. mynd/hsí
Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri fer til Norður-Makedóníu í dag þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Túnis á þriðjudaginn.

Flestir í hópnum voru í íslenska liðinu sem vann til silfurverðlauna á EM U-18 ára í Króatíu í fyrra.

Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður EM í fyrra. Hann segir að íslenska liðið ætli sér stóra hluti á HM.

„Við erum með frábært lið. Á þessum mótum höfum við sýnt að við erum með sterkan hóp og eitt af bestu liðunum í þessum aldursflokki. Ég er mjög bjartsýnn á að við getum gert góða hluti,“ sagði Haukur í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum í gær.

Heimir Ríkharðsson er þjálfari liðsins og hefur verið lengi með þessa stráka sem eru fæddir 2000 og 2001.

„Við ætlum að komast upp úr riðlinum og sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Heimir. 

„Markmiðið er að vera meðal átta efstu liða og klóra okkur hægt og rólega upp að toppnum.“

Auk Íslands og Túnis eru Þýskaland, Portúgal, Brasilía og Serbía í riðlinum. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslit.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Ætla sér stóra hluti á HM U-19 ára
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×