Handbolti

Haukur fer á HM U-19 ára

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur var valinn bestur á EM U-18 ára í fyrra.
Haukur var valinn bestur á EM U-18 ára í fyrra. vísir/bára
Haukur Þrastarson er í leikmannahópi íslenska U-19 ára landsliðsins sem keppir á HM í Norður-Makedóníu í næsta mánuði.

Haukur gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið sem tók þátt á HM á Spáni í þessum mánuði.

Flestir strákanna sem skipa U-19 ára hópinn voru í íslenska liðinu sem vann silfur á EM U-18 ára í fyrra. Haukur var valinn besti leikmaður EM og KA-maðurinn Dagur Gautason var valinn í úrvalslið mótsins.

Það er þó skarð fyrir skyldi að markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson verður ekki með á HM. Hann lék með íslenska U-21 ára liðinu á HM í síðasta mánuði og hefur auk þess verið í leikmannahópi A-landsliðsins í síðustu þremur leikjum þess.

Íslenska U-19 ára liðið heldur til Norður-Makedóníu sunnudaginn 4. ágúst. Fyrsti leikur Íslands er gegn Túnis þriðjudaginn 6. ágúst. Auk Íslands og Túnis eru Brasilía, Portúgal, Serbía og Þýskaland í riðlinum.

Leikmenn og starfsmenn á HM U-19 karla:

Arnór Snær Óskarsson, Valur

Blær Hinriksson, HK

Dagur Gautason, KA

Einar Örn Sindrason, FH

Eiríkur Guðni Þórarinsson, HK

Goði Ingvar Sveinsson, Fjölnir

Guðjón Baldur Ómarsson, Selfoss

Hafsteinn Óli Ramos Rocha, Fjölnir

Haukur Þrastarson, Selfoss

Jón Bald Freysson, Fjölnir

Ólafur Brim Stefánsson, Valur

Sigurður Dan Óskarsson, FH

Stiven Tobar Valencia, Valur

Svavar Sigmundsson, KA

Tjörvi Týr Gíslason, Valur

Tumi Steinn Rúnarsson, Afturelding

Heimir Ríkharðsson, þjálfari

Magnús Kári Jónsson, aðstoðarþjálfari

Andrés Friðrik Kristjánsson, sjúkraþjálfari

Björn Eiríksson, liðsstjóri


Tengdar fréttir

Haukur fer ekki með á HM

Búið er að velja íslenska hópinn sem keppir á HM U-21 ára karla í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×