Golf

Danski flugdólgurinn kærður fyrir kynferðisofbeldi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Olesen má ekki keppa aftur á Evrópumótaröðinni fyrr en niðurstaða fæst í hans mál.
Olesen má ekki keppa aftur á Evrópumótaröðinni fyrr en niðurstaða fæst í hans mál. vísir/getty
Danski kylfingurinn Thorbjørn Olesen hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi, árás og að vera drukkinn í flugvél. Hann þarf að mæta fyrir dóm síðar í þessum mánuði.

Olesen var handtekinn á Heathrow í síðustu viku við komuna til London frá Memphis, Tenessee.

Daninn var ofurölvi í fluginu og lét öllum illum látum. Olesen áreitti sofandi konu kynferðislega í fluginu og meig á flugvélaganginn.

Enski kylfingurinn Ian Poulter var með Olesen í fluginu og reyndi hvað hann gat til að róa flugdólginn niður. Það dugði þó skammt því Olesen hlýddi hvorki Poulter né áhafnarmeðlimum og hélt áfram að vera með dólgslæti allt þar til flugvélin lenti. Lögreglan mætti Olesen í flugvélardyrunum og handtók hann.

Olesen, sem er í 64. sæti, hefur verið settur í bann frá Evrópumótaröðinni þar til niðurstaða fæst í hans mál.

Hann var í sigurliði Evrópu í Ryderbikarnum á síðasta ári og hefur unnið fimm mót á Evrópumótaröðinni. Þá hefur Olesen, sem er 29 ára, tekið þátt á sex risamótum á ferlinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×